Fréttir

Verðkönnun: Ræsting á húseignum Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli og við Jökulsárlón

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á húseignum þjóðgarðsins í Skaftafelli og við Jökulsárlón.
Lesa meira

25 samningar um atvinnutengda starfsemi veturinn 2021-2022

Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð eiga allir þeir sem reka atvinnutengda starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði að gera samning við þjóðgarðinn þar sem sett eru skilyrði fyrir starfseminni m.a. með tilliti til verndar umhverfis og öryggis gesta. Þann 9. júlí 2021 var auglýst eftir umsóknum um gerð samninga um íshellaferðir og jöklagöngur á Breiðamerkurjökli (vestan og austan Jökulsárlóns), Falljökli/Virkisjökli og Skeiðarárjökli.
Lesa meira

Verðkönnun: Ræsting á húseignum Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tilboðum í ræstingar á húseignum þjóðgarðsins í Ásbyrgi.
Lesa meira

43 skólahópar á árinu 2021

Eitt af okkar skemmtilegustu verkefnum í Vatnajökulsþjóðgarði er móttaka skólahópa og fáum við heimsóknir frá öllum stigum skólakerfisins. Skipulögð fræðsla til skóla og móttaka skólahópa er stunduð á öllum starfsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs. Nokkrir skólar í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs heimsækja hann árlega. 
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður verði hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins.

Ísland hefur lagt til að fimm náttúruverndarsvæði hér á landi verði hluti af neti verndarsvæða Bernarsamningsins, sem kallast Emerald Network. Um þetta var fjallað á 41. fundi fastanefndar Bernarsamningsins sem haldinn var í desember.
Lesa meira

Gestastofur verða lokaðar yfir jól og áramót

Tekin hefur verið ákvörðun um að loka öllum gestastofum Vatnajökulsþjóðgarðs yfir jól og áramót vegna fjölda COVID-19 smita í landinu.
Lesa meira

Linda Björk og Stefanía Eir ráðnar aðstoðarmenn þjóðgarðsvarða

Linda Björk Hallgrímsdóttir og Stefanía Eir Vignisdóttir hafa verið ráðnir aðstoðarmenn þjóðgarðsvarða. Linda Björk sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Skaftafelli og Stefanía Eir á hálendi norðursvæðis. Alls sóttu 18 manns um hvort starf sem auglýst voru 4. nóvember.
Lesa meira

Garður þjóðar: Jóla- og nýárskveðja Vatnajöklulsþjóðgarðs

Jóla- og nýárskveðja Vatnajökulsþjóðgarðs 2021
Lesa meira

Nýtt sprungusvæði austan Grímsfjalls - breyttar ferðaleiðir

Í ljósi nýs sprungusvæðis á Vatnajökli austan Grímsfjalls, skal sótt að Grímsfjalli að vestanverðu og norðan (ekki að austan líkt og verið hefur möguleiki).
Lesa meira

Varað er við sprungum á ferðaleið austur af Grímsfjalli

Ríkislögreglustjóri, í samráði við lögreglustjórann á Suðurlandi, hefur aflýst óvissustigi almannavarna vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum. Mest allt vatn hefur nú runnið úr Grímsvötnum og náði hlaupið hámarki 5. desember.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?