Fréttir

Vatnajökulsþjóðgarður 10 ára!

Þann 7. júní 2008 undirritaði þáverandi ráðherra umhverfismála, Þórunn Sveinbjarnardóttir, reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Var þar með stofnað til nýs þjóðgarðs sem náði yfir Vatnajökul allan og stór svæði utan hans.
Lesa meira

Nýr þjóðgarðsvörður á suðursvæði

Helga Árnadóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar við Drekagil

Tillaga að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar við Drekagil liggur nú frammi til umsagnar. Neyðarlínan ohf áformar að koma upp smávirkjun í ána sem rennur úr Drekagili...
Lesa meira

Engar gastegundir mældust í íshelli í Breiðamerkurjökli

Engar gastegundir mældust í íshellinum í Breiðamerkurjökli í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í gær barst Veðurstofu tilkynning um óvenjulega lykt við hellinn og samkvæmt gasmælum var súrefnislaust í gær inni í hellinum sem kallaður er Kristallinn.
Lesa meira

Drög að breytingum á reglugerð - Tæknilegir gallar

Fyrr í mánuðinum sendi Umhverfis- og auðlindaráðuneytið frá sér drög að breytingum á reglugerð Vatnajökulsþjóðgarðs. Vegna tæknilegra galla á drögum er tengilinn ekki lengur aðgengilegur. Upplýsingar verða sendar út þegar drögin verða aftur aðgengileg.
Lesa meira

Takmarkanir á umferð á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður tilkynnir um takmarkanir á umferð á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs. Annars vegar er um að ræða lokun fyrir umferð, nema í vísindalegum tilgangi, út í eyju í Jökulsárlóni. Hins vegar er um að ræða tímabundna lokun fyrir vetrarakstri vélknúinna ökutækja á svæði á austanverðum Breiðamerkursandi. Auglýsing þessa efnis var birt í B-deild Stjórnartíðinda þann 28. febrúar síðastliðinn.
Lesa meira

Endurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs hefur auglýst tillögu að endurskoðaðri stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð.
Lesa meira

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Senn styttist í að umsóknarfrestur vegna sumarstarfa í Vatnajökulsþjóðgarði renni út. Um er að ræða störf í landvörslu og ýmsum öðrum hlutverkum, og skiptast þau á milli fjölmargra starfstöðva vítt og breitt um þjóðgarðinn.
Lesa meira

Kaffiterían í Skaftafelli lokuð

Kaffiterían í Skaftafelli verður lokuð vegna veðurs sunnudaginn 11.febrúar.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður hafi gildi fyrir allt mannkyn

Vatnajökulsþjóðgarður og hluti gosbeltisins verða tilnefnd á heimsminjaskrá UNESCO en Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra og Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, undirrituðu í dag tilnefninguna fyrir hönd íslenska ríkisins. Umsóknin verður afhent heimsminjaskrifstofu UNESCO í París miðvikudaginn 31. janúar 2018.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?