Fréttir

Vetraropnun í Gljúfrastofu

Vetur er nýgenginn í garð og því ekki úr vegi að minna á vetrarþjónustu í Gljúfrastofu í Ásbyrgi. Ef frá eru taldir nokkrir dagar í kringum jól og áramóta þá verður Gljúfrastofa opin alla virka daga í vetur frá 11 til 15.
Lesa meira

Samráðsfundur svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og rekstaraðila innan þjóðgarðs

Fimmtudaginn 4. október fór fram á Smyrlabjörgum í Suðursveit samráðsfundur milli svæðisráðs suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs, starfsmanna þjóðgarðsins og rekstaraðila á suðursvæði þjóðgarðsins.
Lesa meira

Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður efla samstarf á sviði korta- og landupplýsingamála

Landmælingar Íslands og Vatnajökulsþjóðgarður sinna mikilvægum verkefnum við að skrá og varðveita íslenska náttúru og að stuðla að sjálfbærri þróun á því sviði. Nýlega undirrituðu forstjóri Landmælinga Íslands og framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs viljayfirlýsinga á sviði korta- og landupplýsingamála til að nýta sem best styrkleika beggja stofnana.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður flytur skrifstofu frá Reykjavík til Garðabæjar

Skrifstofa Vatnajökulsþjóðgarðs á Klapparstíg í Reykjavík var í vikunni sem leið flutt í Garðabæ, nánar tiltekið í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands að Urriðaholtsstræti 6-8, 210 Garðabæ.
Lesa meira

Laust starf á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs

Laust er til umsóknar fjölbreytt starf á skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs. Skrifstofa stofnunarinnar er á höfuðborgarsvæðinu og sér um margvíslega miðlæga stjórnsýslu og þjónustu fyrir þjóðgarðinn.
Lesa meira

Fræðsluáætlun Vatnajökulsþjóðgarðs tekur gildi

Á fundi sínum í gær samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarð fræðsluáætlun fyrir þjóðgarðinn, en með henni er stigið stórt skref í átt að þeim markmiðum er lúta að fræðslustarfi þjóðgarðsins og er m.a. kveðið á um í lögum um Vatnajökulsþjóðgarð.
Lesa meira

Afleiðinga Skaftárhlaups gætir víða

Skaftárhlaup hófst föstudaginn 3. ágúst og er nú lokið skv. upplýsingum frá Veðurstofu. Hinsvegar eru afleiðingar þess enn vel sýnilegar á bökkum Skaftár, m.a. við Hólaskjól, á Skælingum og við Sveinstind.
Lesa meira

Hátíðisdagur á vestursvæði – Með landvörðum í Laka

Sunnudaginn 22. júlí bauð starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs íbúum Skaftárhrepps, vinum þeirra og vandamönnum, í heimsókn í Lakagíga. Markmiðin með heimboðinu voru að gefa heimamönnum tækifæri til að; sjá hvernig dagurinn gengur fyrir sig á Lakagígasvæðinu, skoða þá uppbyggingu sem garðurinn hefur staðið fyrir, fá fræðslu bæði um svæðið og starfsemina, njóta náttúrufegurðarinnar á hálendinu sínu og eiga skemmtilegan dag saman.
Lesa meira

Endurskoðun á gjaldskrá Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarði eins og öðrum ríkisstofnunum ber að endurskoða og yfirfara gjaldskrá sína með reglubundnum hætti í takt við verðlagsbreytingar og kostnað vegna þjónustunnar sem veitt er. Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs fer yfir og samþykkir tillögur að breytingum á gjaldskránni og síðan er hún send umhverfis- og auðlindaráðuneytinu til yfirferðar og birtingar.
Lesa meira

Viðbrögð stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs vegna yfirvofandi náttúruhamfara við Svínafellsjökul

Á fundi stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs þann 12. júlí 2018 var fjallað um aðgerðir vegna mögulegra náttúruhamfara við Svínafellsjökul í Öræfum. Viðbrögðin snúa bæði að því að tryggja sem best öryggi ferðamanna og almennings og gagnvart fyrirtækjum sem hafa verið með atvinnustarfsemi á Svínafellsjökli en hafa þurft frá að hverfa vegna yfirvofandi hættu.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?