Beint í efni

Ætlar þú að tjalda í Ásbyrgi eða Skaftafelli í sumar?

Ætlar þú að tjalda í Ásbyrgi eða Skaftafelli í sumar, ganga á Eyjuna í Ásbyrgi eða ganga Jökulslóð að Skaftafellsjökli? Hér eru nokkur góð ferðaráð áður en lagt er af stað.

24. júlí 2023
Tjaldsvæði, Ásbyrgi

Í mynni Ásbyrgis er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Æskilegt er að bóka tjaldstæði fyrir komu vegna vinsælda tjaldsvæðisins og þá eru einnig meiri líkur á að hægt sé að panta stæði með rafmagnstenglum. Tjaldstæði í Ásbyrgi eru seld á vefnum parka.is/asbyrgi.

Í Skaftafelli eru afmörkuð stæði fyrir húsabíla og ferðavagna og rúmgott svæði ætlað tjöldum. Á tjaldsvæðinu eru 100 tenglar fyrir rafmagn. Það er ekki er hægt að taka frá stæði fyrirfram í Skaftafelli.

Tjaldsvæðin í Ásbyrgi og Skaftafelli

Verðskrá tjaldsvæða í þjóðgarðinum byggjast nú á annarri hugmyndafræði en áður. Fram til þessa hefur gjaldið miðast við fjölda gesta, nú er horft til þess hvernig gistieiningar eða bíla gestirnir eru með og innheimt er fyrir stæði. Stæðin skiptast í þrjá stærðarflokka: Lítið tjald, stórt tjald og húsbíl/hjólhýsi/fellihýsi/tjaldvagn/topptjald. Um er að ræða nýjung hér á landi varðandi fyrirkomulag gjaldtöku á tjaldstæðum að erlendri fyrirmynd. Tjaldstæðagjöldum er ætlað að standa undir margvíslegum kostnaði við rekstur og viðhald tjaldstæðanna.

Ásbyrgi séð frá Klöppum

Útsýni yfir Ásbyrgi frá Klöppum. Mynd: Helga Árnadóttir

Almenn ferðaráð

Náttúran er það mikilvægasta sem við eigum – og eigum ekki. Í það minnsta erum við öll hluti af henni og okkur ber að passa upp á hana saman.

Útsýni yfir Morsárdal og Kjós frá Kristínartindum. Mynd: Helga Árnadóttir

Göngu- og hjólaleiðir

Þjóðgarðurinn er vettvangur fyrir fjölbreytta útivist og fólk finnur sífellt fleiri leiðir til að njóta útivistar. Gönguferðir eru líklega ein elsta gerð útivistar og fjölmargar leiðir eru í boði í Ásbyrgi, Skaftafelli og við Jökulsárlón. Undanfarin ár hafa vinsældir hjólreiða einnig aukist. Stefna þjóðgarðsins er að fjölga sérmerktum hjólaleiðum en vegir eru auðvitað einnig fyrir hjól.