Beint í efni

Komdu og upplifðu Vatnajökuls­þjóðgarð

Landssvæði þjóðgarðsins er stórbrotið enda mótað af samspili elds og íss.

Askja
Gígur Gestastofa
Eldgjá & Langisjór
Skaftárstofa
Jökulsárlón
Heinaberg
Jökulsárgljúfur
Gljúfrastofa
Krepputunga
Snæfellsstofa
Lakagígar
Skaftárstofa
Nýidalur & Tungnaáröræfi
Hrauneyjar
Skaftafell
Skaftafellsstofa
Snæfell
Snæfellsstofa
Svæði þjóðgarðins
Gestastofur

Komdu í heimsókn
– svæði þjóðgarðsins

Ýttu á punktana til að skoða svæðin og staðsetningu á gestastofum

Fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs

Velkomin öll í fræðslugöngur, barnastundir og sérviðburði um þjóðgarðinn í allt sumar.

Skipuleggðu ferðalagið

Vatnajökulsþjóðgarður býður upp á fjölbreytta möguleika til útvistar í stórbrotinni náttúru. Skoðaðu gestastofur, áfangastaði og þjónustu eins og tjaldsvæði og skálagistingu.

Góð ferðaráð fyrir þig og náttúruna

Við viljum hjálpa þér og náttúrunni að njóta ferðalagsins. Undirbúningur er lykillinn að góðu ferðalagi, að þekkja til aðstæðna á svæðinu og kynna sér færð og veður.

Áfangastaðir í Vatnajökuls­þjóðgarði

Vatnajökulsþjóðgarður hefur að geyma marga þekktustu áfangastaði landsins en einnig fáfarnari perlur. Stór hluti þjóðgarðsins er á hálendi og því þarf að skipuleggja ferðalög innan þjóðgarðins vel.

Þjóðgarður elds og ísa
- fræðsla og uppgötvun

Vatnajökulsþjóðgarður er einstakur á heimsvísu vegna jarðsögu sinnar sem einkum er skrifuð af átökum elds og íss. Þjóðgarðurinn skartar eldfjöllum, jöklum en einnig átökum flekaskila, möttulstróks og hveljökuls. Samspils þessara fyrirbæra og annarra landmótunarafla hefur skapað fjölbreyttari náttúru en finna má á nokkru afmörkuðu svæði í heiminum og er ástæða þess að þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.

Hvað er heimsminjaskrá?

Heimsminjar eiga oft stóran sess í sögu og sjálfsmynd þjóða. Til að komast á heimsminjaskrá UNESCO þarf staður eða fyrirbæri að hafa það sem kallað er einstakt gildi á heimsvísu. Vatnajökulsþjóðgarður var samþykktur á heimsminjaskránna hinn 5. júlí 2019 á grundvelli einstakrar náttúru.

Hörfandi jöklar

Upplýsingar um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á jökla á Íslandi sem og annars staðar á jörðinni. Jöklar á Íslandi hafa hopað hratt í rúma tvo áratugi og er rýrnun þeirra einhver helsta afleiðing hlýnandi loftslags hérlendis og skýr vitnisburður um hlýnunina.

Náttúra & saga

Náttúra Vatnajökulsþjóðgarðs er kvik og síbreytileg. Eldvirknin byggir landið upp en roföflin, jöklar, vatn og vindar, brjóta það niður. Ungt landið tekur stöðugum breytingum. Jöklar hörfa, jökulár hlaupa fram og breyta um farveg og jökullón verða til, stækka eða tæmast. Gróður nemur land og vex hann og dafnar lengur en getur þó á endanum þurft að láta undan roföflum náttúrunnar. Dýralíf mótast af gróðurfari hvers tíma og mannlífið mótast af kraftmiklum og kvikum náttúruöflunum.

Þjóðgarðurinn okkar
- leiðandi í sjálfbærni

Stefna Vatnajökulsþjóðgarðs

Mikið uppbyggingastarf hefur átt sér stað í Vatnajökulsþjóðgarði á undanförnum árum. Mikilvægt er að þróa starfsemina áfram með markvissum hætti. Ákveðið var undir lok árs 2020 að skerpa kúrsinn, móta skýra stefnu og varða leiðina til næstu ára. Meginmarkmið í stefnunni eru verndun, upplifun, sköpun og stjórnun.

Stjórnunar - og verndaráætlun

Stjórnunar- og verndaráætlun er aðalstjórntæki þjóðgarðsins. Áætlunin er byggð á tillögum svæðisráða og stjórnar og mótuð í samráði við hagsmunaaðila. Tilgangur hennar er að feta slóð jafnvægis milli verndunar og landnýtingar með grunnstefið fólgið í markmiðum þjóðgarðsins um verndun, aðgengi, fræðslu og byggðaþróun.

Viltu hafa samband?

Sendu okkur inn fyrirspurn og við svörum eins fljótt og auðið er.