Laust starf: Þjóðgarðsvörður á suðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs
Náttúruverndarstofnun auglýsir stöðu þjóðgarðsvarðar á suðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs lausa til umsóknar.

Náttúruverndarstofnun auglýsir stöðu þjóðgarðsvarðar á suðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs lausa til umsóknar. Leitað er að metnaðarfullum og framsýnum stjórnanda með mikla samskiptahæfni, þekkingu og getu til að leiða starfsemi á svæði sem er þekkt fyrir stórbrotna náttúru, fjölbreytt verkefni og öflugt samstarf við samfélagið.
Þjóðgarðsvörður hefur aðstöðu á Höfn í Hornafirði og annast daglegan rekstur þjóðgarðsins á Breiðamerkursandi og austur að Höfn. Næsti yfirmaður þjóðgarðsvarðar er sviðsstjóri landvörslusviðs. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á daglegum rekstri suðaustursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs
- Mannauðsstjórnun, s.s. ráðningar starfsfólks og fleira í samstarfi við aðra stjórnendur stofnunarinnar
- Framfylgd rekstraráætlunar í samráði við sviðsstjóra og fjármálastjóra
- Samskipti og samvinna við hagsmunaaðila, s.s. sveitarfélög, fyrirtæki, stofnanir og íbúa
- Tryggja og viðhalda verndargildi svæðisins í samræmi við lög og stjórnunar- og verndaráætlanir
- Ábyrgð á öryggismálum, viðbrögðum við náttúruvá og ástandsmati svæðis
- Þróun og nýsköpun í þjónustu, fræðslu og uppbyggingu innviða
- Þátttaka í leyfisveitingum, samningum og áhrifamati vegna atvinnustarfsemi
- Undirbúningur funda svæðisráðs og þátttaka í stefnumótun stofnunarinnar
Hér má finna nánari upplýsingar um starfið og sækja um:
Þjóðgarðsvörður á suðaustursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs | Ísland.is