Beint í efni

Gljúfrastofa

Gljúfrastofa í Ásbyrgi er gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum.

Opnunartímar

16. janúar - apríl: 11-15 virka daga

Maí - 14. júní: 10-16 alla daga

15. júní – 31. ágúst: 9-18 alla daga

September – október: 10-16 alla daga

Nóvember- 15. desember: 1 1-15 virka daga

Í Gljúfrastofu er falleg fræðslusýning og upplýsingagjöf fyrir þjóðgarðinn og nágrenni hans; gönguleiðir, náttúrufar, sögu, þjónustu og afþreyingu. Gljúfrastofa er hluti af Norðurstrandarleið; 900 km langri ferðamannaleið sem liðast um skaga og víkur strandlengjunnar á norðanverðu Íslandi.

Við Gljúfrastofu er hraðhleðslustöð frá ON fyrir rafbíla.

Tjaldsvæði

Í Ásbyrgi er stórt tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, fellihýsi og húsbíla. Í Vesturdal er fallegt tjaldsvæði sem eingöngu er ætlað fyrir tjöld og þar er hvorki rafmagn né heitt vatn.

Hagnýtar upplýsingar