Tilkynningar & aðvaranir
Vetraraðstæður við Dettifoss
Frá annarri viku október hefur verið frost og snjókoma við Dettifoss. Aðstæður á stígum breytast oft og stundum hratt. Af öryggisástæðum hefur stígum sem liggja nærri brúnum verið lokað fyrir veturinn. Opnuð hefur verið vetrarleið að útsýnispalli norðan við fossinn. Lesa meira
Endurnýjun og tímabundin lokun á palli við Botnstjörn í Ásbyrgi
Pallurinn við Botnstjörn er kominn til ára sinna og einstaklega gleðilegt að nú skuli vera komið að endurnýjun á honum. Framkvæmdir hefjast 14. október nk. og lokað verður fyrir aðgengi að pallinum meðan á þeim stendur. Lesa meira