Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli

Samkvæmt GPS-hraðamælingum Jarðvísindastofnunar Háskólans er framhlaup hafið í Dyngjujökli. Hér að neðan er samantekt frá Veðurstofu Íslands.

19. nóvember 2025, kl. 16:37

Framhlaup er hafið í Dyngjujökli | Fréttir | Veðurstofa Íslands

  • Fólki er bent á að gæta sérstakrar varúðar á ferðalögum á Dyngjujökli þar sem sprungumyndun er líkleg á svæðum sem hafa verið greiðfær og ósprungin í 20 ár.
  • Dyngjujökull er þekktur framhlaupsjökull og að jafnaði líða 20 til 30 ár á milli framhlaupa.
  • Framhlaup er óregla í hreyfingu jökla sem felur í sér tímabundna og mikla hröðun á skriði, oft tífalt, hundraðfalt eða meira, og jökullinn springur upp á stórum svæðum.
  • Umfang framhlaupsins er enn óljóst en hægt er að miða við svæðið sem síðasta framhlaup náði til.
  • Afrennsli eykst í framhlaupum og vatn sprettur fram á stærra svæði en venjulega auk þess sem aurburður í ám vex margfalt.
  • Innlendar stofnanir fylgjast með þróuninni í samstarfi við erlenda rannsóknaraðila.

Svæðið sem síðasta framhlaup náði til og hafa má gróflega til hliðsjónar varðandi líklegt umfang hlaupsins sem nú er hafið, er sýnt á kortinu.