Laust starf: Yfirlandvörður á Breiðamerkursandi

Náttúruverndarstofnun auglýsir laust til umsóknar starf yfirlandvarðar á Breiðamerkursandi. Um er að ræða fjölbreytt og spennandi starf í einstakri náttúru. Svæðið er aðgengilegt árið um kring og einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins.
Staða yfirlandvarðar er heilsársstaða og heyrir undir þjóðgarðsvörð á svæðinu. Æskilegt er að nýr yfirlandvörður geti hafið störf sem fyrst. Unnið er á vöktum.
Helstu verkefni og ábyrgð
Yfirlandvörður skipuleggur, forgangsraðar og stýrir daglegum verkefnum landvarða og eftir atvikum annarra starfsmanna í samráði þjóðgarðsvörð. Hann sér einnig um þjálfun starfsfólks í samráði við þjóðgarðsvörð og aðstoðarþjóðgarðsvörð, fræðslu og upplýsingagjöf á svæðinu, hefur eftirlit með náttúru og innviðum, sinnir viðhaldi og þjónustu við ferðamenn í samvinnu við aðra landverði á svæðinu. Hluti starfsins felur í sér samskipti við fyrirtæki með starfsemi á svæðinu.