Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Sum­ar­störf í Vatnajökulsþjóðgarði

Óskum eftir landvörðum og þjónustufulltrúm í sumarstörf hjá Náttúruverndarstofnun.

28. janúar 2026

Hvernig hljómar sumar með náttúru Íslands?

Náttúruverndarstofnun auglýsir nú fjölbreytt störf landvarða og þjónustufulltrúa laus til umsóknar víða um landið meðal annars í Vatnajökulsþjóðgarði. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2026.

Náttúruverndarstofnun leitar að metnaðarfullum og jákvæðum einstaklingum til að ganga til liðs við frábæran hóp landvarða og þjónusutfulltrúa sem starfa á friðlýstum svæðum og í þjóðgörðum víðs vegar um landið. Auglýst er eftir landvörðum á láglendi og hálendi í sumarstörf ásamt þjónustufulltrúum í fjölbreytt störf í gestastofum og á tjaldsvæðum.

Nánari upplýsingar um störfin má finna hér.