Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Norræn heimsminjaráðstefna á Kirkjubæjarklaustri 4.-8. september

Vatnajökulsþjóðgarður heldur norræna heimsminjaráðstefnu á Kirkjubæjarklaustri.

4. september 2023

Vatnajökulsþjóðgarður heldur norræna heimsminjaráðstefnu. Ráðstefnan fer fram á Kirkjubæjarklaustri og stendur í tvo daga en einnig er möguleiki á að ferðast um þjóðgarðsinn og nærsvæði hans fyrir og eftir ráðstefnu.

Þema ráðstefnunnar í ár er samfélag og samvinna - í takt við náttúruna. Þemað tengist heimsmarkmiði 8. Góð atvinna og hagvöxtur með áherslu á undirmarkmið 8.9 að eigi síðar en árið 2030 hafi verið mótuð og innleidd stefna í því skyni að stuðla að sjálfbærri ferðaþjónustu sem skapar störf og leggur áherslu á staðbundna menningu og framleiðsluvörur. Á dagskrá ráðstefnunnar eru innlendir og erlendir fyrirlesarar af fagfólks og sérfræðinga í heimsminjum, rannsóknum, náttúruvernd og ferðaþjónustu, svo eitthvað sé nefnt.

Í tilefni ráðstefnunar verður heimsminjaskjöldur svæðisins afhjúpaður en Vatnajökulsþjóðgarður komst á heimsminjaskrá árið 2019 og verður settur upp skjöldur á hverju rekstarsvæði hans. Herra Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands mun afhjúpa skjöldinn. Ráðstefnan er líka fyrsti viðburðurinn í glænýrri gestastofu vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs við Sönghól.

Nánari dagskrá og upplýsingar má nálgast hér.