Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Ferðir manna og dýra á Snæfellsöræfum

Síðustu vikur hafa fjölmargir lagt leið sína að Snæfelli til að njóta náttúrudýrðarinnar sem svæðið hefur upp á að bjóða á vorin.

11. maí 2023
Hreindýr, Snæfellsöræfi, SGÞ
Hreindýr og kálfur / Skarphéðinn G. Þórisson

Síðustu vikur hafa fjölmargir lagt leið sína að Snæfelli til að njóta náttúrudýrðarinnar sem svæðið hefur upp á að bjóða á vorin. Gengið er á fjallið á skíðum sem skóm, gönguskíðaferðir í kringum fjallið njóta síaukinna vinsælda á meðan aðrir þeysast um svæðið á jeppum og snjósleðum.

En það eru fleiri en mennskir ferðalangar sem nýta sér svæðið á þessum árstíma. Þar verpa heiðagæsir auk fleiri fugla sem taka þarf sérstakt tillit til á þessum viðkvæmu tímum og í maí bera hreinkýr sem þola illa truflun. Því viljum við hvetja alla þá sem kjósa að sækja svæðið heim að sýna sérstaka aðgát og gefa þessum vinum okkar það næði sem þeir þurfa.

Við sem störfum hjá austursvæði þjóðgarðsins viljum gjarnan sjá og heyra af fólki á ferð um svæðið og ekki verra ef myndir eða aðrar upplýsingar fylgja með, t.d. um snjóalög. Hægt er að senda okkur tölvupóst á [email protected] eða merkja facebook síðu Snæfellsstofu.

Sleðar og Snæfell / Sævar Guðjónsson