Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Eldur, ís og mjúkur mosi fær styrk frá Barnamenningarsjóði Íslands

Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði á degi barnsins þann 21. maí og það gleður okkur að tilkynna að samstarfsverkefnið - Eldur, ís og mjúkur mosi, fékk 5 milljóna styrk.

22. maí 2023

Úthlutað var úr Barnamenningarsjóði á degi barnsins þann 21. maí og það gleður okkur að tilkynna að samstarfsverkefnið - Eldur, ís og mjúkur mosi, fékk 5 milljóna styrk. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra ávörpuðu fulltrúa verkefnanna af þessu tilefni.

Verkefnið er samstarf Vatnajökulsþjóðgarðs og Náttúruminjasafns Íslands og verður unnið í samstarfi við listafólk og skóla í nágrenni þjóðgarðsins.

Þátttakendur munu velta upp spurningum eins og hvað er náttúruvernd? hvað er er þjóðgarður og hvernig getum við komið betur fram við náttúruna? Afraksturinn verður svo meðal annars til sýnis hjá Náttúruminjasafni og í gestastofum þjóðgarðsins.

Verkefnið fellur vel að markmiðum þjóðgarðsins er varða fræðslu til nærsamfélags og skóla. Einnig styrkir það listamenn í heimabyggð og skapar umræður og viðburði sem tengjast náttúruvernd.

Við hlökkum mikið til að vinna verkefnið með börnunum, skólunum, listafólki og Náttúruminjasafni Íslands.

Börn í nágrenni Vatnajökulsþjóðgarðs munu vinna fjölbreytt verkefni tengd listsköpun, náttúruvernd ogþjóðgarðinum í allri sinni dýrð. Grunnskólabörn umhverfis garðinn skipuleggja m.a.fræðslugöngur eða viðburði í gestastofum, setja upp sýningar og skipuleggja málþing til aðvelta upp spurningum eins og „Hvað er náttúruvernd og hvernig getum við komið betur fram viðnáttúruna?“ Verkefnið er samstarfsverkefni Náttúruminjasafn Íslands, Vatnajökulsþjóðgarðs,skóla og listafólks í nærumhverfi garðsins.

Samstarfsskólar í verkefninu

· Grunnkólinn í Hofgarði í Öræfum (Sveitarfélagið Hornafjörður)

· Grunnskóli Hornafjarðar á Höfn (Sveitarfélagið Hornafjörður)

· Egilsstaðaskóli

· Reykjahlíðarskóli í Reykjahlíð (Þingeyjarsveit)

· Öxarfjarðarskóli við Öxarfjörð (Norðurþing)

· Kirkjubæjarskóli á Kirkjubæjarklaustri (Skaftárhreppur)

· Laugalandsskóli í Holtum (Ásahreppur)

· Urriðaholtsskóli (Garðabæ)

Nánar á vef Rannís