Beint í efni

Engir tveir dagar eins í landvörslu við Öskju

“Þó við séum með nokkuð skipulögð verkefni á hverri vakt, þá eru engir tveir dagar eins í landvörslu við Öskju” – segir Júlía Björnsdóttir, landvörður Vatnajökulsþjóðgarðs til margara sumra á hálendinu norðan Vatnajökuls - í viðtali í Scramble, tímariti skoskra landvarðasamtaka.

28. júlí 2023
Júlía Björnsdóttir, landvörður, í fræðsluferð við Öskju.

Í viðtalinu Júlía segir frá daglegum störfum sínum í landvörslu á hálendinu sem felast að miklum hluta í samtali, fræðslu og upplýsingagjöf til gesta svæðisins. Upplýsingar um veður og aðstæður skipta miklu máli á hálendinu, þar sem langar ferðaleiðir er á milli staða, veðurfar síbreytilegt, hálendisvegir seinfærir og varhugaverð vöð í mörgum ám, huga þarf að því hvar göngufólk getur nálgast drykkjavatn í einu stærstu sandforðabúri heimsins, o.fl. Daglegar fræðsluferðir í Holuhraun og að Öskju, vegalandvarsla, að afmá ummerki eftir utanvegaakstur og samstarf við rannsóknaraðila eru líka stór hluti af starfinu. Meira til má lesa í greininni sem lesa má í blaðinu hér fyrir neðan.

Blaðið er á ensku en okkur langaði engu að síður að deila frásögn Júlíu með ykkur sem og frásögnum annarra landvarða sem lesa má um í blaðinu.

Fjölbreyttar starfs- og reynslusögur landvarða

Í blaðinu má finna ólíkar starfs- og reynslusögur frá landvörðum á Skotlandi, á eyjunni Macquarie í Suður-Kyrrahafi þar sem miklar aðgerðir eru í gangi til að stemma stigu við ágengum tegundum og áhrifum loftslagsbreytinga á sérstak lífríki eyjarinnar, frá ferðalagi um hina fjölbreyttu Eyjaálfu, gjafasendingu til landvarða í Úganda og upplifun indversks landvarðar af breytingum á menningarháttum og lífríki og hlutverk hans sem landvarðar í því samhengi, svo fátt eitt sé nefnt.

„Að vera landvörður, það þýðir að standa vörð um og hlúa að landinu sem og menningararfleið sem er óaðskilanlegur hluti þess (‘Ranger’, it means guarding and healing the landscape as well as the cultural heritage that is intrinsically part of it) – segir hin skoska Amanda Dudgeon, sem dvelur nú í Eyjaálfu.