Fréttir

Vatnajökulsþjóðgarður tók á móti skólahóp á vegum Nordplus

Í síðustu viku tóku Vatnajökulsþjóðgarður og Katla jarðvangur á móti nemendum og kennurum frá skólum í Vaala í Finnlandi, Brønnoysund í Noregi og Framhaldsskólanum í Austur-Skaftafellssýslu. Auk þeirra voru samstarfsaðilar frá jarðvöngunum Rokua í Finnlandi og Trollfjell í Noregi með í för.
Lesa meira

Útboð á rekstri veitingasölu í Skaftafelli

Ríkiskaup fyrir hönd Vatnajökulsþjóðgarðs, óskar eftir rekstraraðila til að taka að sér leigu á húsnæði, aðstöðu og búnaði til reksturs og umsjónar veitingasölu fyrir Vatnajökulsþjóðgarð í Skaftafelli samkvæmt útboðsgögnum sem finna má á Tendsign.is
Lesa meira

Austurafrétt Bárðdæla - stjórnunar- og verndaráætlun

Þann 31. mars var haldinn fyrsti fundur Vatnajökulsþjóðgarðs um gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir austurafrétt Bárðdæla, sem varð hluti af þjóðgarðinum í september sl. Fundurinn var haldinn í félagsheimilinu að Kiðagili í Bárðardal. Upphaflega var fundurinn á dagskrá í nóvember sl. en var frestað vegna samkomutakmarkana.
Lesa meira

Auglýst eftir umsóknum um atvinnutengda starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir eftir umsóknum frá rekstraraðilum sem óska eftir að bjóða upp á jöklagöngur í atvinnuskyni tímabilið 1. maí 2022 – 30. september 2022 á eftirfarandi jöklum: Breiðamerkurjökull austur, Breiðamerkurjökull vestur, Falljökull/Virkisjökull og Skeiðarárjökull. Umsóknarfrestur er til 20. apríl.
Lesa meira

Öryggismál og Mannamót

Starfsfólk þjóðgarðsins hafði í nógu að snúast í liðinni viku og tók m.a. þátt í tveimur viðburðum sem skipta miklu máli fyrir gesti þjóðgarðsins en ekki síður starfsmenn hans. Um er að ræða málþing um öryggismál og Mannamót markaðsstofa landsbyggðarinnar.
Lesa meira

Víðerni eru fjársjóður

Góð þátttaka var á málþingi um víðerni sem fram fór í Norræna húsinu síðastliðinn föstudag. Að meðaltali voru um 60 manns í salnum og 170 í beinu streymi. Álykta má að hátt í 300 manns hafi hlýtt á málþingið í heild. Stofnun Sæmundar fróða við Háskóla Íslands stóð að málþinginu í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð.
Lesa meira

Veiðar á austursvæði - breyting á Stjórnunar- og verndaráætlun

Eftir ítarlega rýni og samráð er unnið að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs, varðandi veiðar á austursvæði. Unnið er að málinu skv. 12.gr laga 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð.
Lesa meira

Sumarstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Þjóðgarðurinn auglýsir fjölbreytt sumarstörf.
Lesa meira

Íbúafundur um stækkun Vatnajökulsþjóðgarðs í Þingeyjarsveit

Fimmtudaginn 31. mars nk. kl. 20 boðar Vatnajökulsþjóðgarður til fundar í félagsheimilinu Kiðagili í Bárðardal. Markmið fundarins er að kynna starfsemi Vatnajökulsþjóðgarðs og fara yfir þau verkefni sem framundan eru á svæðinu vegna stækkunar þjóðgarðsins á austurafrétt Bárðdæla.
Lesa meira

Ný jöklavefsjá

Síðasta sunnudag var ný og glæsileg jöklavefsjá opnuð í Perlunni.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?