Beint í efni

Ágúst Fjalar Jónasson ráðinn sem mannvirkjafulltrúi

Ágúst Fjalar Jónasson hefur verið ráðinn sem mannvirkjafulltrúi Vatnajökulsþjóðgarðs og hóf störf 1. febrúar síðastliðinn.

12. febrúar 2024

Ágúst Fjalar Jónasson hefur verið ráðinn á framkvæmda- og fjármálasvið Vatnajökulsþjóðgarðs sem mannvirkjafulltrúi og hóf störf 1. febrúar síðastliðinn.

Fjalar er með M.Sc í rekstrarverkfræði frá DTU í Kaupmannahöfn og B.Sc í efnafræði frá HÍ.

Fjalar starfaði sem rekstrarstjóri vöruhúss Samskipa frá 2017-2022 og var í svipuðu hlutverki hjá Bakkanum (Festi) árið 2023 og Aðföngum (Hagar) 2007-2013. Einnig starfaði Fjalar hjá Yggdrasil sem innkaupastjóri á lífrænt ræktuðum matvörum 2013-2016 og hjá Samgöngustofu 2017 sem eftirlitsmaður flugvalla á Íslandi. Þá starfaði Fjalar á rannsóknastofu Actavis frá 2001-2007 og Lyfjaverslun Íslands 1995-1998.

Eiginkona Fjalars er Íris Stefánsdóttir sálfræðingur og eiga þau 3 dætur.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Fjalar hjartanlega velkominn til starfa.