Beint í efni

Sumar- og heilsársstörf í Vatnajökulsþjóðgarði

Hvernig hljómar sumar í einstakri náttúru? Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir nú fjölbreytt störf landvarða og þjónustufulltrúa laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 16. febrúar 2024.

26. janúar 2024
Mynd: Þorgerður María Þorbjarnardóttir

Viltu upplifa sumar í einstrakri náttúru?

Í Vatnajökulsþjóðgarði starfar fjölbreyttur hópur af fólki um allt land. Landvarsla er mikilvægur hlekkur í starfi þjóðgarðsins og sinna landverðir eftirliti innan hans og á friðlýstum svæðum. Störf landvarða eru fjölbreytt og felast meðal annars í daglegu eftirliti innan þjóðgarðsins og á friðlýstum svæðum. Verkefnin eru með ólíkum áherslum eftir starfsstöðvum en eiga það sameiginlegt að vera skemmtileg og lífleg.

Auglýst er eftir landvörðum á láglendi og hálendi í sumarstörf ásamt þjónustufulltrúum í fjölbreytt störf í gestastofum og á tjaldsvæðum þjóðgarðsins. Einnig er leitast eftir landvörðum í heilsársstöður á Breiðamerkursandi (Jökulsárlóni), í Skaftafelli og í Jökulsárgljúfrum (Ásbyrgi)

Allar upplýsingar um sumarstörfin er að finna hér