Beint í efni

Bjargey Guðmundsdóttir ráðin sem verkefnastjóri

Bjargey Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri á svið stefnu og starfshátta hjá Vatnajökulsþjóðgarði og hóf störf 1. febrúar síðastliðinn.

20. febrúar 2024
Bjargey Guðmundsdóttir

Bjargey Guðmundsdóttir hefur verið ráðin sem verkefnastjóri á svið stefnu og starfshátta hjá Vatnajökulsþjóðgarði og hóf störf 1. febrúar síðastliðinn.

Bjargey er með MPA próf í opinberri stjórnsýslu frá Háskóla Íslands og próf í arkitektúr frá University of Greenwhich í London.

Bjargey starfaði hjá umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu frá 2018-2024 en þar starfaði hún í teymi náttúruverndar við uppbyggingu innviða á ferðamannastöðum og þekkir því til innviðauppbyggingar í þjóðgarðinum. Hún starfaði sem gæðastjóri hjá Mannvirkjastofnun á árunum 2011-2018 og sem gæða- og öryggisstjóri hjá Þjóðskrá Íslands frá árinu 2002-2011. Bjargey starfaði sem arkitekt í London og í Reykjavík í nokkur ár eftir útskrift í arkitektúr.

Sambýlismaður Bjargeyjar er Jón Trausti Bjarnason og eiga þau 3 dætur og tvö barnabörn.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Bjargeyju hjartanlega velkomna til starfa.