Beint í efni

Vatnajökulsþjóðgarður er vinnustaður í fremstu röð 2023

Vatnajökulsþjóðgarður er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð árið 2023.

9. janúar 2024

Vatnajökulsþjóðgarður er á meðal þeirra vinnustaða sem uppfylla skilyrði Moodup til að hljóta viðurkenninguna Vinnustaður í fremstu röð árið 2023.

Skilyrðin eru þrjú talsins:
1) Mæla starfsánægju a.m.k. einu sinni á ársfjórðungi
2) Bregðast við endurgjöf sem starfsfólk skrifar
3) Ná árangursviðmiði um starfsánægju samanborið við aðra íslenska vinnustaði.

Með því að uppfylla þessi skilyrði hefur Vatnajökulsþjóðgarður sýnt í verki að stjórnendur hlusta á starfsfólk, sýna í verki að álit þess skiptir máli, og ná árangri þegar kemur að því að auka og viðhalda hárri starfsánægju.

Viðurkenningin staðfestir þannig að Vatnajökulsþjóðgarður hugsar vel um starfsfólk sitt og tryggir því framúrskarandi starfsumhverfi.