Beint í efni

Sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á vestursvæði þjóðgarðsins með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri.

9. janúar 2024
Fagrafell (Mynd: Auður Lilja Arnþórsdóttir)

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starf sérfræðings á vestursvæði þjóðgarðsins með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Um tímabundna ráðningu til eins árs er að ræða vegna afleysinga í fæðingarorlofi.

Starfsstöðvar vestursvæðis eru Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri, Nýidalur, Tungnaáröræfi/Hrauneyjar, Eldgjá, Langisjór og Lakagígar. Starf sérfræðings heyrir beint undir þjóðgarðsvörð á svæðinu. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf á líflegum vinnustað.

Umsóknarfrestur er til og með 19. janúar 2024.

Nánari upplýsingar og umsókn má finna hér.