Beint í efni

Laust starf: Sérfræðingur í viðhaldi og framkvæmdum

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins.

18. mars 2024
Eldgjá (Auður Lilja Arnþórsdóttir)

Vatnajökulsþjóðgarður leitar að skipulögðum og drífandi einstaklingi í starf sérfræðings í miðlægri stoðþjónustu þjóðgarðsins. Starfsmaðurinn mun hafa umsjón með viðhaldsmálum mannvirkja og annarra innviða í þjóðgarðinum. Auk þess mun starfsmaðurinn sinna eftirliti með framkvæmdum og aðstoða mannvirkjafulltrúa við undirbúning og stjórnun framkvæmdaverkefna.

Sérfræðingur í viðhaldi og framkvæmdum starfar á sviði fjármála og framkvæmda og er næsti yfirmaður sviðsstjóri. Vegna eðlis starfsins og meginþunga þeirra verkefna sem um ræðir er þess er krafist að starfsmaðurinn verði með starfsstöð á austanverðu landinu í einu af sveitarfélögunum á áhrifasvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Starfið er fjölbreytt og kallar á mikil ferðalög um starfssvæði þjóðgarðsins og samskipti við starfsfólk vegna eftirlits með viðhaldi og framkvæmdum.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Umsjón, verkefnastjórnun og yfirsýn með viðhaldi mannvirkja og innviða í Vatnajökulsþjóðgarði
  • Kostnaðar- og áætlunargerð vegna viðhaldsmála innan Vatnajökulsþjóðgarðs
  • Aðstoð við undirbúning umsókna vegna verkefna úr Landsáætlun um uppbyggingu innviða
  • Samskipti við verktaka og ráðgjafafyrirtæki vegna viðhaldsmála og framkvæmda
  • Aðstoð við miðlun upplýsinga og skýrslugerð um framvindu verkefna
  • Þátttaka í tilfallandi samstarfsverkefnum s.s. vegna skipulagsmála og tengdra verkefna
  • Skráning upplýsinga og varðveisla gagna um viðhaldsmál
  • Undirbúningur og þróun fjárfestingar- og viðhaldsverkefna
  • Aðstoð við undirbúning innkaupa, s.s. útboð og verðfyrirspurnir

Hæfniskröfur

  • Meistararéttindi í húsasmíði eða annarri byggingariðngrein
  • Þekking á framkvæmdum, viðhaldi og skipulagsverkefnum
  • Reynsla af verkstjórn með byggingarframkvæmdum
  • Kunnátta í gerð kostnaðaráætlana
  • Reynsla af notkun AutoCad er kostur
  • Reynsla af verkefnastjórnun og öryggismálum er æskileg
  • Þekking á opinberri stjórnsýslu er æskileg
  • Geta til að tjá sig í ræðu og riti á bæði íslensku og ensku
  • Mjög góð samskiptafærni
  • Sjálfstæð, öguð og nákvæm vinnubrögð
  • Frumkvæði, drifkraftur, hugmyndaauðgi og jákvæðni eru allt góðir kostir í starfið

Starfshlutfall er 100%

Umsóknarfrestur er til og með 26.03.2024

Ýttu hér fyrir nánari upplýsingar og umsókn