Beint í efni

Sif Jóhannesar Ástudóttir ráðin í Jökulsárgljúfur

Sif Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum

24. janúar 2024
Sif Jóhannesar Ástudóttir

Sif Jóhannesar Ástudóttir hefur verið ráðin sem aðstoðarþjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum og mun hefja störf í mars 2024.

Sif er með MA í hagnýtri menningarmiðlun, BA í þjóðfræði, kennslu- og landvarðarréttindi.

Sif hefur starfað við verkefnastjórnun á sviði símenntunar, atvinnuþróunar og menningarmála. Á árunum 2012-2018 var hún forstöðumaður Menningarmiðstöðvar Þingeyinga. Síðastliðið sumar fékk hún nasaþefinn af landvörslu á norðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Eiginmaður Sifjar er Sveinn Aðalsteinsson og eiga þau fimm uppkomin börn.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Sif hjartanlega velkomna til starfa.