Beint í efni

Anna Ragnarsdóttir Pedersen ráðin til starfa á austurhluta suðursvæðis

Anna Ragnarsdóttir Pedersen hefur verið ráðin sem aðstoðarþjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs.

10. janúar 2024

Anna Ragnarsdóttir Pedersen hefur verið ráðin sem aðstoðarþjóðgarðsvörður á austurhluta suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs og mun hefja störf í febrúar 2024.

Anna er með diplómu í umhverfis og auðlindafræði, BA í þjóðfræði og landvarðarréttindi.

Anna hefur víðtæka reynslu af landvörslu en hún starfaði sem landvörður frá 2012-2018 í Skaftafelli, Laka og á Höfn.

Undanfarin ár hefur Anna tekið að sér fjölbreyttar verkefnastjórastöður á Höfn, sem verkefnastjóri umhverfismála hjá Sveitarfélaginu Hornafirði, verkefnastjóri hjá Nýheimum-þekkingarsetri og sem verkefnastjóri íslenskunámskeiða hjá Fræðsluneti Suðurlands.

Anna er í sambúð með Emil Morávek og eiga þau tvö börn.

Starf aðstoðarþjóðgarðsvarðar á austurhluta suðursvæðis er með aðsetur á Höfn í Hornafirði. Svæði sem falla undir austurhluta suðursvæðis eru meðal annars Fjallsárlón, Jökulsárlón, Breiðamerkursandur og Heinaberg.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Önnu hjartanlega velkomna aftur til starfa.