Flatirnar grænka og tré og runnar að laufgast
Flatirnar grænka og tré og runnar að laufgast

DETTIFOSS - GÖNGULEIÐIR: Göngufæri er orðið gott að Dettifossi, þangað er 800m  gangur. Þaðan er svo 300m gangur á útsýnispallinn, á þeirri leið er hætt við hálku núna þegar frystir um nætur og þiðnar á daginn.  Göngufæri að Selfossi er gott og allar leiðir norðan við foss nú opnar, þ.m.t. Hafragilsundirlendið (Leið D3). Eins er lokað niður í Fosshvamm vegna aurbleytu en vonir standa til að hægt verði að opna þangað niður seinni partinn í næstu viku.

HAFRAGILSFOSS: Hægt er að keyra að Hafragilsfossi en sú leið er nokkuð gróf og ekki mælt með henni fyrir litla bíla.

DETTIFOSSVEGUR: Vegur 862 er opinn og fær öllum bílum milli Dettifoss og Ásbyrgis. Í 4 km norður frá Vesturdal er vegurinn óheflaður og fremur seinfarinn.

VESTURDALUR/HLJÓÐAKLETTAR: Búið er að opna veginn niður í Vesturdal og hleypa vatni á salernin.

ÁSBYRGI - GÖNGULEIÐIR: Gönguleiðir í Ásbyrgi eru að mestu þurrar. Óvíst með gönguleiðir sunnan við Ásbyrgi og í Hljóðaklettum en þar má búast við bleytu og jafnvel aurbleytu.

ÁSBYRGI - TJALDSVÆÐI: Opið

 

Nýjustu upplýsingar um færð á vegum eru á vef Vegagerðarinnar. Eins má oft finna nýlegar myndir á Facebook-síðu Jökulsárgljúfra: https://www.facebook.com/Jokulsargljufur

Athugið að upplýsingar hér að ofan eru réttar á þeim tíma sem þær eru ritaðar - aðstæður geta breyst með litlum fyrirvara.

 


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?