Fréttir

Umfjöllun stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs vegna umsókna um leyfi til að stunda siglingar á Jökulsárlóni

Jökulsárlón við rætur Breiðamerkurjökuls er ein af helstu náttúruperlum Íslands og þangað koma fjölmargir íslenskir og erlendir ferðamenn ár hvert. Mikið álag er á svæðinu bæði vegna fjölda ferðamanna og vegna ásóknar fyrirtækja sem vilja veita ferðamönnum þjónustu s.s. með siglingum á lóninu.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður á tímamótum

Vatnajökulsþjóðgarður er tíu ára um þessa mundir og því má segja að hann hafi slitið barnsskónum og framundan séu unglingsárin. Þjóðgarðurinn, sem er einn sá stærsti í Evrópu, spannar tæp 14% af flatarmáli Íslands og nær yfir Vatnajökul og stór svæði í nágrenni hans, þar á meðal þjóðgarðana sem fyrir voru í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum.
Lesa meira

Nýr kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur

Fyrir skömmu kom út nýr kortabæklingur fyrir Jökulsárgljúfur og er hann verulega bættur frá fyrri útgáfu. Kort af Jökulsárgljúfrum er í stærri upplausn og það sama á við um sérkort af Ásbyrgi, sem auk þess nær yfir mun stærra svæði en áður.
Lesa meira

Nýtt upplýsingahús á tjaldsvæði Ásbyrgis

Í gær var tekið í notkun nýtt upplýsingahús á tjaldsvæðinu í Ásbyrgi. Húsið hefur fengið nafnið Álfhóll og er ætlunin að nýta það til að bæta þjónustu við gesti tjaldsvæðisins.
Lesa meira

Viðvörun vegna ferða á Svínafellsjökul

Sprungur í Svínafellsheiði – Viðvörun 22.06.2018 frá lögreglunni á Suðurlandi, sveitarfélaginu Hornafirði, Vatnajökulsþjóðgarði og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands
Lesa meira

Magnús Guðmundsson nýr framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, hefur sett Magnús Guðmundsson tímabundið sem framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs. Magnús hefur gegnt starfi forstjóra Landmælinga Íslands frá árinu 1999.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður 10 ára!

Þann 7. júní 2008 undirritaði þáverandi ráðherra umhverfismála, Þórunn Sveinbjarnardóttir, reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð. Var þar með stofnað til nýs þjóðgarðs sem náði yfir Vatnajökul allan og stór svæði utan hans.
Lesa meira

Nýr þjóðgarðsvörður á suðursvæði

Helga Árnadóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Tillaga að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar við Drekagil

Tillaga að deiliskipulagi vegna fyrirhugaðrar smávirkjunar við Drekagil liggur nú frammi til umsagnar. Neyðarlínan ohf áformar að koma upp smávirkjun í ána sem rennur úr Drekagili...
Lesa meira

Engar gastegundir mældust í íshelli í Breiðamerkurjökli

Engar gastegundir mældust í íshellinum í Breiðamerkurjökli í dag, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. Í gær barst Veðurstofu tilkynning um óvenjulega lykt við hellinn og samkvæmt gasmælum var súrefnislaust í gær inni í hellinum sem kallaður er Kristallinn.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?