Beint í efni

Nafnasamkeppni vegna nýrrar gestastofu á Kirkjubæjarklaustri

Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir tillögum að nafni á nýja gestastofu þjóðgarðsins á Kirkjubæjarklaustri

11. apríl 2023

Í Vatnajökulsþjóðgarði eru fimm gestastofur: Skaftafellsstofa, Gljúfrastofa, Snæfellsstofa, Gígur, og núverandi gestastofa á Kirkjubæjarklaustri, Skaftárstofa.

Nú er ný gestastofa fyrir vestursvæði þjóðgarðsins óðum að taka á sig mynd og ekki seinna vænna að finna henni nafn. Gestastofan stendur við Sönghól, sunnan Skaftár og á móti Systrafossi og Kirkjubæjarklaustri. Þaðan er meðal annars útsýni yfir Systrastapa, Landbrotshóla, Lómagnúp, og Öræfajökul.

Gestastofunni er ætlað að vera upplýsingamiðstöð fyrir ferðalanga þar sem gestir geta fræðst um nærumhverfið, sveitina, hálendið og hamfarir í náttúru Íslands. Eitt af meginmarkmiðum gestastofunnar verður að fá gesti til að dvelja lengur í nágrenni Kirkjubæjarklausturs.

Lokað er fyrir innsendingar frá og með 23. apríl.