Beint í efni

Samstarf Náttúruminjasafns Íslands og Vatnajökulsþjóðgarðs

Í gær rituðu Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands, og Ingibjörg Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri Vatnajökulsþjóðgarðs, undir formlegan samning stofnananna sem kveður á um ríkt og gjöfult samstarf þeirra á sviði miðlunar og fræðslu.

21. desember 2022
Mynd

Samstarfið hefst á nýju ári með sérsýningu um Vatnajökulsþjóðgarð í Dropanum í Perlunni, við hlið sýningar Náttúruminjasafnsins, Vatnið í náttúru Íslands. Markmið sýningarinnar er að kynna náttúruvernd, þjóðgarðinn og það fjölbreytta starf sem þar fer fram fyrir skólahópum og öðrum gestum sem koma til með að heimsækja sýninguna auk þess sem fjölbreyttir viðburðir munu fléttast inn í dagskrá Náttúruminjasafnsins og Vatnajökulsþjóðgarðs.