Beint í efni

Fréttabréf vestursvæðis 2022-2023

Hið árlega fréttabéf vestursvæðis er komið út og prentuðu eintaki hefur verið dreift til íbúa Skaftár- og Ásahrepps.

8. mars 2023
Grettistak í móbergi á Tungnaáröræfum, mynd Steinunn Stefánsdóttir

Í bréfinu er farið yfir umfangsmikið starf þjóðgarðsins á því víðfema landsvæði sem heyrir undir vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

"Starfið á vestursvæði heldur áfram að vaxa og dafna, enda þjóðgarðurinn kominn á fimmtánda árið sitt og hamast við að taka út þroska eins og hver annar unglingur".

- Fanney Ásgeirsdóttir, þjóðgarðsvörður á vestursvæði.

Starfsemi síðasta árs gékk vonum framar þó hálendið hafi opnað óvenju seint. Landverðir tóku á móti gestum með bros á vör og allar upplýsingar, hvort sem var til fjalla eða í Skaftárstofu.

Mikil eftirvænting ríkir á svæðinu fyrir opnun nýrrar gestastofu við Sönghól á Kirkjubæjarklaustri. Íbúar tóku þátt í undirbúningsvinnu í lok árs og auka fjárveiting fékkst til að ráða verkefnastjóra að undirbúningnum.

Fleiri fregnir af starfsemi vestursvæðis, framkvæmdum og fræðslu má svo lesa um í fréttabréfinu sjálfu sem finna má hér. Prentað eintak má nálgast í Skaftárstofu.