Beint í efni

Hanna Valdís Jóhannsdóttir til starfa á vestursvæði

Hanna Valdís Jóhannsdóttir hefur verið ráðin í nýja stöðu sérfræðings á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

17. janúar 2023
Hanna Valdís Jóhannsdóttir, sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Hanna Valdís Jóhannsdóttir, sérfræðingur á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.

Hanna Valdís er ferðamálafræðingur frá Háskólanum á Hólum og með víðtæka reynslu af náttúruverndarstarfi, opinberri stjórnsýslu og stjórnun.

Hanna Valdís hóf störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði sumarið 2016 sem landvörður í Eldgjá og Laka en þar áður hafði hún starfað sem skálavörður í Hólaskjóli. Á árunum 2016-2019 kynntist hún flestum starfsstöðvum vestursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs auk ýmissa friðlýstra svæða á vegum Umhverfisstofnunar, svo sem Reykjanesi, Breiðafirði og Snæfellsnesi.

Árin 2008-2015 vann Hanna Valdís ýmiss konar opinber störf fyrir Akraneskaupstað og síðustu ár starfaði hún sem deildarstjóri og stuðningsfulltrúi á leikskóla. Hún hóf aftur störf hjá Vatnajökulsþjóðgarði nú í haust sem verkefnastjóri á Kirkjubæjarklaustri.

Hanna Valdís er í sambúð með Brodda Hilmarssyni og eiga þau einn dreng.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Hönnu Valdísi hjartanlega velkomna til áframhaldandi starfa.