Beint í efni

Laust starf: Sviðsstjóri fjármála & framkvæmda

Viltu vinna að spennandi ­verkefnum allt í kringum Vatnajökul?

31. mars 2023

­Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða sviðsstjóra fjármála og framkvæmda. Viðkomandi ber ábyrgð á fjárhagslegum rekstri og áætlanagerð og situr að auki í stjórnendateymi Vatnajökulsþjóðgarðs. Þjóðgarðurinn býður góða starfsaðstöðu víðsvegar um landið þar sem samheldinn og fjölbreyttur hópur starfar en starfið er auglýst óháð staðsetningu.

Nánari upplýsingar er að finna hér hjá Hagvangi.

Umsóknarfrestur er til og með 17. apríl 2023.