Beint í efni

Guðrún Jónsdóttir þjóðgarðsvörður í Jökulsárgjúfrum

Guðrún Jónsdóttir hefur tekið við starfi þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum frá og með 1.janúar 2023.

26. janúar 2023
Guðrún Jónsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum.
Guðrún Jónsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum.

Guðrún tekur við starfinu af Guðmundi Ögmundssyni sem sinnt hefur starfi þjóðgarðsvarðar frá vormánuðum 2016 en þar á undan hafði Guðmundur starfað sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar á suðursvæði frá 2010.

Guðrún er einn af reynslumestu starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs á sviði náttúruverndar en hún hóf störf í Þjóðgarðinum í Jökulsárgljúfrum sem verkamaður árið 2000. Hún hefur víðtæka reynslu af landvörslu, rekstri og mannauðsmálum og hefur frá árinu 2014 starfað sem aðstoðarmaður þjóðgarðsvarðar í Jökulsárgljúfrum.

Guðrún er fædd og uppalin á bænum Núpi í Öxarfirði. Hún er með BS próf í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Guðrún er í sambúð með Cristoph Wöll og saman eiga þau þrjú börn.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Guðrúnu hjartanlega velkomna í nýtt starfshlutverk og þakkar Guðmundi á sama tíma fyrir gott og farsælt starf á liðnum árum.