Aðvaranir

Bölti í SkaftafelliNáttúrufegurð, veðurskilyrði og úrval gönguleiða gera Skaftafell að kjöráfangastað þeirra sem vilja njóta útivistar í íslenskri náttúru. Allir eiga að geta fundið leið við sitt hæfi. Stuttar og auðveldar leiðir liggja að Svartafossi og Skaftafellsjökli, en fyrir þá sem vilja fara lengra eru Morsárdalur, Skaftafellsheiði og Kristínartindar helstu áfangastaðir. Nálægð við Öræfajökul gerir Skaftafell líka að kjörinni bækistöð þá sem ætla að ganga á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk.

Vatnajökulsþjóðgarður rekur gestastofu í Skaftafelli og er hún opin allan ársins hring. Landverðir í Skaftafelli sem veita gestum upplýsingar um þjóðgarðinn og nágrenni hans. Einnig bjóða þeir gestum í fræðslugöngur og barnastundir samkvæmt fræðsludagskrá.

Skaftafell er við þjóðveg 1. Frá Reykjavík eru 326 km í Skaftafell en 136 km frá Höfn í Hornafirði. Frá þjóðveginum eru tveir kílómetrar á bundnu slitlagi (vegnúmer 998) að þjónustumiðstöðinni í Skaftafelli.

Almenningssamgöngur

Strætó fer á milli Reykjavíkur og Hafnar allan ársins hring, með viðkomu í Skaftafelli: www.strætó.is

Gisting, matur og eldsneyti

Vatnajökulsþjóðgarður rekur stórt tjaldsvæði í Skaftafelli sem er opið allt árið. Gistiheimili og hótel eru nágrenni Skaftafells. Upplýsingar um gistingu austan Skaftafells eru að finna á vef Ríkis Vatnajökuls en um gistingu vestan Skaftafells á vef Friðar og frumkrafta.

Kaffiterían í Skaftafelli er opin frá kl. 9-18

Opnunartími yfir hátíðirnar

  1. janúar – lokað

2.-6. janúar – opið

7.- 31. janúar - lokað

  1. febrúar – opnað að nýju

 

Söluskálinn í Freysnesi er í 5 km fjarlægð frá Skaftafelli. Þar er rekin veitingasala allan ársins hring og einnig er þar hægt að kaupa ýmsa matvöru og eldsneyti. Næstu stóru matvöruverslanir eru á Kirkjubæjarklaustri, 70 km í vesturátt og á Höfn í Hornafirði, 136 km í austurátt.

Veður og færð

Á vef Veðurstofu Íslands og á Belgingi  má finna góðar upplýsingar um veðurlag og veðurspár í Skaftafelli og nágrenni.

Á vef Vegagerðarinnar er að finna upplýsingar um færð á vegum í nágrenni Skaftafells.