Beint í efni

Fræðsludagskrá

Fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarð fyrir 2023

Skaftafell

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst

Barnastund
Skaftafell

Allar helgar á fræðslutímabilinu, 8. júlí – 7. ágúst, klukkan 11:00-11:45 frá Skaftafellsstofu
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst kát og hress!

Hörfandi jöklar

Alla daga klukkan 13:30.
Lengd: 1-1½
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Gengið er að Skaftafellsjökli og áhrif jökla á landslagið rædd og hvaða áhrif við höfum á jöklana.

Sambúð manns og náttúru

Alla daga klukkan 16:00
Lengd: 1 ½ - 2 klst.
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Menning, saga og samspil manna og náttúrunnar endurspegluð í göngu um menningarminjar í Skaftafelli.

Viðburðir í Skaftafelli

18. júní - Dagur hinna villtu blóma kl. 11:00.
9. júlí - Jöklaleiðangur – 70 ára kl: 11:00
31. júlí Alþjóðadagur landvarða - landvarðaleikar

Verslunarmannahelgin:
4. ágúst Hamfaraganga kl. 22.00
5. ágúst ratleikur fyrir alla, stóra sem smáa
6. ágúst Brenna og söngur kl. 21.00

Jökulsárlón

Fræðslutímabil 15. júní - 15. ágúst

Bláa gullið

Alla daga klukkan 11:00
Lengd: 30 mín.
Upphafsstaður: Fyrir framan kaffiteríu
Sérstaða Jökulsárlóns rædd í göngu um bakka lónsins og rýnt í landslagið og hvernig það breytist þegar jökullinn hörfar. Samspili fólks og náttúru velt upp og því hvernig Breiðamerkursandur hefur farið frá því að vera með fáfarnari stöðum landsins í einn vinsælasta áningarstað ferðafólks á Íslandi.

Jökulsárgljúfur

Fræðslutímabil: 28. júní - 6. ágúst

Ásbyrgi

Barnastund

Dagsetningar: Alla daga á fræðslutímabilinu frá 28. júní – 6. ágúst klukkan 11:00-11:45 frá þjónustuhúsinu á tjaldsvæðinu.
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát!

Ásbyrgi
Kvöldrölt

Alla daga klukkan 20:00-21:00
Lengd: ca. 1 klst.
Upphafsstaður: Þjónustuhús á tjaldsvæði
Létt fræðsluganga um nánasta umhverfi Ásbyrgis.

Vesturdalur

Rölt um Hljóðakletta

Alla daga klukkan 14:00-15:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við Hljóðakletta
Létt fræðsluganga um Hljóðakletta

Viðburðir í Jökulsárgljúfrum

16. júlí - Svínadalsganga

Askja, Holuhraun & Herðubreiðarlindir

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Askja
Hálendiskyrrð & kraftar

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1-1 ½ klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við Vikraborgir (20 mín. akstur frá Drekagili)
Gengið er að Víti (2,3 km) og rýnt í jarðfræði Öskju og Dyngjufjalla, krafta og dulúð - og örlagaríkar heimsóknir manna.

Holuhraun
Land í mótun

Alla daga klukkan: 10:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Bílastæði við norðurjaðar Holuhrauns (40 mín. akstur frá Drekagili)
Fjallað er um rannsóknir á svæðinu og eldvirkninni og megineldstöðvum í kring gerð skil, ásamt sambýlinu og nálægðinni við Bárðarbungu.

Herðubreiðarlindir
Vin í eyðimörkinni

Alla daga klukkan: 10:00
Lengd: 45 mín.
Upphafsstaður: Þorsteinsskáli
Gengið er um lindirnar gróðursælu og rýnt í hið smáa í náttúrunni sem og öflin sem mynduðu hraunið, lindirnar og Herðubreið.

Viðburðir í Öskju & Herðubreiðarlindum

10. júlí - Knebelsganga, kl. 13:00, 1-1 ½ klst, Vikraborgir. Knebelsganga er haldin árlega til minningar um Þjóðverjana Knebel og Rudloff sem hurfu við jarðfræðirannsóknir við Öskjuvatn þennan dag árið 1907. Í göngunni ereinnig sögð ferðasaga Inu von Grumbkof, unnustu Knebels, sem ferðaðist að Öskjuvatni árið 1908 til þess að vitja unnusta síns.

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða. Landverðir bjóða upp á: Kaffi og spjall í landvarðahúsinu í Drekagili kl. 15-17, fræðslugöngu upp á strýtu við Drekagil kl. 18 (30 mín). Rýnt ífjallahringinn og jarðfræðina.

4. ágúst - Geimfaraganga kl. 20:00, Drekagil, 2-3 klst. Kvöldganga í (astro)Nautagil, á svæði sem oft hefur verið líkt við tunglið. Saga geimfaraheimsóknanna er rifjuð upp og margbrotin tengsl svæðisins við stjörnugeiminn dregin fram í tungsljósið.

Snæfellsstofa & Hengifoss

Fræðslutímabil: 28. júní - 6. ágúst

Barnastund

Snæfellsstofa

Alla daga klukkan 14:00-14:45 Í Snæfellsstofu
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát!

Hengifoss
Dropinn holar steininn

Alla virka daga í júlí klukkan 10:00
Lengd: 45 mín.
Upphafsstaður: Bílastæði við Hengifoss
Gengið er að Litlanesfossi, sem er um 30m hár og umlukinn stuðlabergsumgjörð, en ofar í gilinu trónir Hengifoss, annar hæsti foss landsins og einn vinsælasti ferðamannastaður Austurlands. Jarðfræði og saga Hengifossárgils verða til umfjöllunar.

Kárahnjúkar

Landverðir veita fræðslu milli 12-16 fimmtudaga og laugardaga.

Hvönn, lindarvatn og lindarhraun í Hvannalindum

Snæfell, Kverkfjöll & Hvannalindir

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Snæfell
Náttúra og nýting

Alla daga klukkan 10:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Snæfellsskáli
Gengið er upp að fossinum Bergskjá þar sem lífríki og jarðfræði svæðisins verða í brennidepli.

Kverkjökull
Eldur og Ís

Alla daga klukkan 10:00
Lengd: 50 mín.
Upphafsstaður: Bílastæði við Kverkjökul (10 mín akstur frá Sigurðarskála)
Ummerki hörfandi jökulsins eru skoðuð og rýnt í gróft landslagið sem jökullinn hefur rutt undan sér.

Krepputunga
Griðarstaður í gróðurvin

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við Kreppuhrygg
Gestir fræðast um lífsbaráttuna á þessum afskekkta stað og skoða rústir útilegumanna frá 18. öld.

Viðburðir í Snæfelli, Kverkfjöllum & Hvannalindum

31. Júlí - Alþjóðadagur landvarða

Kirkjubæjarklaustur

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst


Kirkjubæjarklaustur
Ástarbrautin

Alla sunnudaga á fræðslutímabilinu klukkan: 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Skaftárstofa

Húsin í bænum

Alla þriðjudaga á fræðslutímabilinu klukkan 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Gengið er um Kirkjubæjarklaustur og húsin í bænum skoðuð og hvernig þau tengjast sögu staðarins og sögu byggðar.

Um slóðir Kjarvals og Erró

Alla fimmtudaga klukkan 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Gengið um slóðir Kjarvals og Erró og velt upp áhrifum náttúru á líf þeirra og verk.

Fjaðrárgljúfur
Móberg, mosi, maður

Alla mánudaga og föstudaga klukkan 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Bílastæði við neðri enda gljúfursins.

Dverghamrar
Stuðlaberg og strönd

Alla laugardaga og miðvikudaga klukkan 13:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Dverghamrar

Viðburðir á Kirkjubæjarklaustri

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða

Eldgjá, Hrauneyjar, Lakagígar & Nýidalur

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Eldgjá
Hvernig stækkar Ísland?

Alla daga klukkan 13:00-14:00
Upphafsstaður: Bílastæðið í Eldgjá
Gengið er frá bílastæðinu við Eldgjá og eftir botni Eldgjárinnar áleiðis að Ófærufossi.

Nýidalur
Víðerni

Alla daga klukkan 13:00-14:00
Upphafsstaður: Við skála FÍ í Nýjadal
Genginn fræðslustígur sem liggur frá skálasvæðinu, rætt um víðernin frá ýmsum hliðum.

Laki
Fegurð og hörmungar, áhrif Skaftárelda

Alla daga klukkan 13:00-14:00
Upphafsstaður: Bílastæðið í Laka.
Gengið upp á fjallið Laka og sagt frá sögu Skaftárelda.