Beint í efni

Fræðsludagskrá

Hér má finna fræðsludagskrá Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir 2024.
Fræðslugöngur eru stuttar göngur í fylgd með landverði og eru gjaldfrjálsar. Göngurnar eru auðveldar og ættu að henta flestum.

Reykjavík
Akureyri
Fellabær
Höfn
Ásbyrgi
Mývatn
Skriðuklaustur
Skaftafell
Kirkjubæjarklaustur
Vesturdalur
Askja
Nýidalur
Hrauneyjar
Lakagígar
Eldgjá
Breiðamerkursandur
Lónsöræfi
Herðubreiðarlindir
Snæfell
Kverkfjöll
Hvannalindir
Gestastofur
Landvörslustöðvar
Skrifstofur
Ýttu á punktana til að finna hvar fræðslugangan þín er

Skaftafell

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst

Barnastundir

Allar helgar frá 6. júlí til 5. ágúst.
Klukkan: 13:00
Lengd: 45 mínútur
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát í Skaftafellsstofu!

Hörfandi jöklar

Alla daga klukkan 10:30
Lengd: 1-1½ klukkustund
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Gengið er að Skaftafellsjökli og áhrif jökla á landslagið rædd og hvaða áhrif við höfum á jöklana.

Sambúð manns og náttúru

Alla daga klukkan 14:00
Lengd: 1 ½ - 2 klukkustund
Upphafsstaður: Skaftafellsstofa
Menning, saga og samspil manna og náttúrunnar endurspegluð í göngu um menningarminjar í Skaftafelli.

Viðburðir í Skaftafelli

13. maí – Alþjóðlegur dagur farfugla klukkan 13:00.
24. maí – Dagur líffræðilegs fjölbreytileika (22. maí) og Evrópski dagur þjóðgarða (24. maí ) klukkan 13:00.
16. júní - Dagur hinna villtu blóma klukkan 13:00.
12. júlí –
Skaftafell – frá heimili til heimsminja klukkan 13:00.
31. júlí - Alþjóðadagur landvarða - landvarðaleikar klukkan 13:00.


Verslunarmannahelgin:

  • 2. ágúst Hamfaraganga kl. 22.00
  • 3. ágúst ratleikur fyrir alla, stóra sem smáa
  • 4. ágúst Brenna og söngur kl. 21.00

Jökulsárlón

Fræðslutímabil: 1. maí - 30. september

Bláa gullið

Alla daga klukkan 11:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Fyrir framan kaffiteríu á Jökulsárlóni
Sérstaða Jökulsárlóns rædd í göngu um bakka lónsins og rýnt í landslagið og hvernig það breytist þegar jökullinn hörfar.

Fjallað um Fjall

Alla daga frá 15. júní til 15. ágúst
Klukkan: 15:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Fyrir framan kaffiteríuna á Fjallsárlóni
Gengin hringleið við Fjallsárlón og fjallað um sambúð manns og náttúru á svæðinu ásamt áhrifum vatns, jökuls og eldgosa á Breiðamerkursandi. Hvernig var eitt afskekkta svæði Íslands fyrr á öldum?

Viðburðir á Breiðamerkursandi

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða - Fræðsluganga klukkan 11:00 um áhrif jökla á búsetu í gegnum tímans tönn. Upphafsstaður er við Jökulsárlón.

Jökulsárgljúfur

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst

Ásbyrgi

Barnastundir

Alla daga klukkan 11:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Þjónustuhús á tjaldsvæði
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát við þjónustuhúsið á tjaldsvæðinu!

Ásbyrgi
Kvöldrölt

Alla daga klukkan 20:00 (22. júní - 15. ágúst)
Lengd: Um það bil 1 klukkustund
Upphafsstaður: Þjónustuhús á tjaldsvæði
Létt fræðsluganga um nánasta umhverfi Ásbyrgis þar sem fjallað er um jarðfræði, gróður og dýralíf.

Gljúfrastofa
Lykillinn að gljúfrum

Alla daga í júlí milli 13:00 til 17:00
Landvörður tekur á móti gestum og leiðsegir um sýningu.

Vesturdalur

Rölt um Hljóðakletta

Alla daga í júlí klukkan 14:00
Lengd: 1 ½ klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæði við Hljóðakletta
Gengið er um Hljóðakletta og rýnt í landmótunina, forvitnilegar jarðmyndanir, vafna stuðla og býkúpuveðraða kletta og hella.

Viðburðir í Jökulsárgljúfrum

18. júní - Dagur hinna viltu blóma - Gróðurinn í Byrginu (tímasetning auglýst síðar)
Upphafsstaður: bílastæðið í Botni Ásbyrgis. Gengið er um innsta svæði Ásbyrgis og gróður skoðaður með áherslu á blóm, lækningamátt og nytjar villtra jurta.

14. júlí - Svínadalsganga klukkan 13:00

Upphafsstaður: landvarðahús í Vesturdal. Gengið er um Svínadal þar sem búseta, ferðalög og náttúra í dalnum eru umfjöllunarefni.

27. og 28. júlí - Kvikuganga(r) (tímasetningar og upphafsstaður auglýst síðar).

Á síðustu árum hafa orðið mikil umbrot á Reykjanesi og ýmis fyrirbæri eins og kvikugangar, sigdalir og sprunguhreyfingar orðið að daglegu fréttaefni. Í Jökulsárgljúfrum og nágrenni þeirra má finna áhugaverð ummerki um svipuð umbrot. Boðið verður upp á göngu í tveimur hlutum þar sem þetta verður kannað nánar:

Fyrri dagur:
Skyggnst inn í eldstöð – hvernig lítur gamall kvikugangur út?
Farið verður að Hafragili norðan við Dettifoss. Þar verður ýmislegt athyglisvert skoðað, til dæmis sigdalur, sprungur, gossprungur og þverskurður af gömlum kvikugangi (berggangi).

Seinni dagur:
Kvikugangar og sprunguhreyfingar í tengslum við umbrotin í Kröflu 1975 til 1984 – áhrif þeirra í Kelduhverfi. Rætt verður um Kröfluelda, og gengið um svæði í Kelduhverfi þar sem sprunguhreyfingar urðu og sigdalur myndaðist. Rætt verður um líkindi þeirra við atburði síðustu ára á Reykjanesi.

Þátttakendum er frjálst að mæta hvort sem er annan eða báða dagana.

Helga Hvanndal

Askja, Holuhraun & Herðubreiðarlindir

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Askja
Hálendiskyrrð & kraftar

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1-1 ½ klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæði við Vikraborgir (20 mínútna akstur frá Drekagili)
Gengið er að Víti (2,3 km) og rýnt í jarðfræði Öskju og Dyngjufjalla, krafta og dulúð - og örlagaríkar heimsóknir manna.

Holuhraun
Land í mótun

Alla daga klukkan 9:30
Lengd: Akstur um það bil 40 mínútur hvora leið - gangan 45 mínútur
Upphafsstaður: Landvarðahúsið í Drekagili (ekið í samfloti að Holuhrauni)
Holuhraun (2014-2015) myndaðist í stærsta hraungosi á Íslandi í 230 ár. Fjallað er um rannsóknir á svæðinu og eldvirkninni og megineldstöðvum í kring gerð skil, ásamt sambýlinu og nálægðinni við Bárðarbungu.

Herðubreiðarlindir
Vin í eyðimörkinni

Alla daga klukkan 10:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Þorsteinsskáli
Í aldaraðir hafa Herðubreiðarlindir verið griðastaður lífs mitt í svartri hraunbreiðu Ódáðahrauns. Gengið er um lindirnar gróðursælu og rýnt í hið smáa í náttúrunni sem og öflin sem mynduðu hraunið, lindirnar og Herðubreið.

Viðburðir í Öskju & Herðubreiðarlindum

10. júlí - Knebelsganga, klukkan 13:00, 1-1 ½ klukkustund, Vikraborgir. Knebelsganga er haldin árlega til minningar um Þjóðverjana Knebel og Rudloff sem hurfu við jarðfræðirannsóknir við Öskjuvatn þennan dag árið 1907. Í göngunni er einnig sögð ferðasaga Inu von Grumbkof, unnustu Knebels, sem ferðaðist að Öskjuvatni árið 1908 til þess að vitja unnusta síns.

27. júlí – Afmælishátíð Herðubreiðarlinda. Í ár eru 50 ár frá því Herðubreiðarlindir voru friðlýstar. Boðið verður uppá fjölbreytta dagskrá fyrir unga sem aldna yfir daginn, ásamt kvöldskemmtun. Lifandi tónlist, skemmtileg fræðsludagskrá, veitingar, leikir og margt fleira. Nánari dagskrá auglýst síðar á facebook viðburðinum Afmælishátíð Herðubreiðarlinda.

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða.

  • 15:00 - 17:00 - Landverðir bjóða upp á kaffi og spjall í landvarðahúsinu í Drekagili
  • 18:00 - 18:30 - Fræðsluganga upp á strýtu við Drekagil kl. 18 (30 mínútur). Rýnt í fjallahringinn og jarðfræðina.

4. ágúst - Geimfaraganga klukkan 20:00, Drekagil, 2-3 klukkustundir. Kvöldganga í (astro)Nautagil, á svæði sem oft hefur verið líkt við tunglið. Saga geimfaraheimsóknanna er rifjuð upp og margbrotin tengsl svæðisins við stjörnugeiminn dregin fram í tungsljósið.

Snæfellsstofa & Hengifoss

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst

Barnastund

Snæfellsstofa

Alla daga klukkan 14:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Snæfellsstofa
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát!

Hengifoss
Dropinn holar steininn

Alla virka daga í júlí klukkan 10:00
Lengd: 45 mínútur
Upphafsstaður: Bílastæði við Hengifoss
Gengið er að Litlanesfossi, sem er umlukinn stuðlabergsumgjörð, en ofar í gilinu trónir Hengifoss, annar hæsti foss landsins. Jarðfræði og saga Hengifossárgils verða til umfjöllunar.

Hálslón

Viðvera landvarðar

Dagsetningar: Fimmtudaga og laugardaga (á tímabilinu 15. júní – 31. ágúst)
Klukkan: 12:00 – 16:00
Landvörður veitir upplýsingar og fræðslu til gesta.

Snæfell, Kverkfjöll & Hvannalindir

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Snæfell

Kvöldstund með landverði

Alla daga klukkan 20:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Snæfellsskáli
Landverðir bjóða í kvöldspjall um fjölbreytta náttúru og sögu Snæfellsöræfa. Fræðslan fer fram í nágrenni Snæfellsskála og tekur á sig ýmsar myndir.

Kverkjökull
Eldur og Ís

Alla daga klukkan 10:00
Lengd: 50 mínútur
Upphafsstaður: Bílastæði við Kverkjökul (10 mín akstur frá Sigurðarskála)
Ummerki hörfandi jökulsins eru skoðuð og rýnt í gróft landslagið sem jökullinn hefur rutt undan sér.

Hvannalindir
Griðarstaður í gróðurvin

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæði við Kreppuhrygg
Hálendisvinin í Hvannalindum hefur löngum veitt viðkvæmu plöntu- og dýralíf skjól, mitt í hrjóstugu landsvæði Krepputungu. Gestir fræðast um lífsbaráttuna á þessum afskekkta stað og rústir útilegumanna frá 18. öld.

Viðburðir í Snæfelli, Kverkfjöllum & Hvannalindum

31. júlí - Alþjóðadagur landvarða (viðburður auglýstur síðar)

Kirkjubæjarklaustur

Fræðslutímabil: 15. júní - 15. ágúst


Skaftárstofa
Barnastundir

Alla laugardaga og sunnudaga klukkan 14:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára. Leikir og náttúruskoðun með landverði. Hittumst hress og kát í Skaftárstofu!

Kirkjubæjarklaustur
Ástarbrautin

Alla sunnudaga klukkan 10:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Systrafoss

Mannlíf og saga

Alla þriðjudaga og laugardaga klukkan 10:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Minningarkapella Sr. Jóns Steingrímssonar
Gengið er um Kirkjubæjarklaustur og húsin í bænum skoðuð og hvernig þau tengjast sögu staðarins og sögu byggðar. Einnig fer gangan um slóðir Kjarvals og Erró og velt upp áhrifum náttúru á líf þeirra og verk.

Margt býr í hólunum

Alla miðvikudaga og föstudaga klukkan 14:00
Lengd: 1-1 ½ klukkustund
Upphafsstaður: Skaftárstofa
Gengið er inn í Landbrotshólana og hólarnir og nýtingarmöguleika þeirra skoðaðir.

Dverghamrar
Stuðlaberg og strönd

Alla mánudaga og fimmtudaga klukkan 14:00
Lengd: 1 klst.
Upphafsstaður: Dverghamrar

Viðburðir á Kirkjubæjarklaustri

16. Júní - Dagur hinna villtu blóma, fræðsluganga frá Skaftárstofu klukkan 15:00

31. Júlí - Alþjóðadagur landvarða, landverðir bjóða upp á kaffi og spjall á öllum starfsstöðvum.

Eldgjá, Hrauneyjar, Lakagígar & Nýidalur

Fræðslutímabil: 15. júlí - 15. ágúst

Eldgjá
Hvernig stækkar Ísland?

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæðið í Eldgjá
Gengið er frá bílastæðinu við Eldgjá og eftir botni Eldgjárinnar áleiðis að Ófærufossi.

Nýidalur
Víðerni

Alla daga klukkan 9:30
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Við skála FÍ í Nýjadal
Genginn fræðslustígur sem liggur frá skálasvæðinu, rætt um víðernin frá ýmsum hliðum.

Lakagígar
Fegurð og hörmungar, áhrif Skaftárelda

Alla daga klukkan 13:00
Lengd: 1 klukkustund
Upphafsstaður: Bílastæðið í Laka.
Gengið upp á fjallið Laka og sagt frá sögu Skaftárelda.