Beint í efni

Tjaldsvæðið í Skaftafelli

Í Skaftafelli eru afmörkuð stæði fyrir húsabíla og ferðavagna og rúmgott svæði ætlað tjöldum. Á tjaldsvæðinu eru 100 tenglar fyrir rafmagn sem eingöngu eru t.d. ætlaðir fyrir notkun húsbíla og ferðavagna en ekki til hleðslu rafbíla. Það er ekki er hægt að taka frá stæði fyrirfram.

Verðskrá tjaldsvæðis

Vinsamlegast greiðið gistigjöld í afgreiðsluhúsi við innkomuna á tjaldsvæðið áður en tjaldað er.

Opnunartímar

Tjaldsvæðið er opið allt árið með þeim fyrirvara að aðeins tvær flatir, A og C flatir, eru opnar yfir vetrartímann til þess að koma í veg fyrir skemmdir á öðrum flötum.

Athugið að vegna hættu á frostskemmdum er ekki opið fyrir vatn í útivöskum á veturna, að öllu jöfnu er frostlaust eftir miðjan maí.

Sími
470 8300

Aðstaða

100 rafmagnstenglar
Aðstaða fyrir húsbíla, ferðavagna og tjöld
Salerni
Sturtur
Þvottavél og þurrkari
Drykkjarvatn
Hjólastólaaðgengi

Yfirlitsmynd af tjaldsvæðinu í Skaftafelli

Á tjaldsvæðinu eru 8 flatir, merktar með bókstöfunum A-H. Flötunum er skipt í flokka eftir aðgengi að rafmagni, hvort aka megi inn á þær eða ekki og hvort þar séu afmörkuð hólf.

  • Flatir A og C - Aðgengi fyrir bíla, hólfaskipt og gott aðgengi að rafmagni
  • Flatir B og D - Aðgengi fyrir bíla og að rafmagni – ekki hólfaskipt
  • Flatir E, F, G og H - Óheimilt að aka inn á þessar flatir

Hagnýtar upplýsingar