Beint í efni

Falljökull

Falljökull er skriðjökull sem fellur niður úr öskju Öræfajökuls. Aðrir skriðjöklar sem falla ofan af 1.800m háum öskjubarminum eru m.a. Kvíárjökull og Kotárjökull. Falljökull klofnar í tvær tungur um Rauðakamb og nefnist nyrðri tungan Virkisjökull.

Á Falljökli er hægt að fara í jöklagöngur á vegum fjölmargra ferðaþjónustuaðila. Athugið að ætíð ber að fara með gát fyrir framan og á jöklum. Notið viðeigandi öryggisbúnað og farið í fylgd fararstjóra sem hefur reynslu af jöklum.

Áfangastaðir