Beint í efni
Skaftafell, Lambhagi

Lambhagi

Lambhaginn er í Vestragili og grjóthleðslan umhverfis hann er talin vera ein af elstu sýnilegu fornminjunum í Skaftafelli. Nokkrir fossar eru í gilinu, neðstur var Lambhagafoss en hann hvarf þegar sandurinn hækkaði smám saman undir hlíðinni eftir Skeiðarárhlaup.
Staðurinn er kjörinn staður fyrir fjölskylduna að njóta samveru. Á góðum sumardögum er heillandi að skella sér til sunds í tærum hyljum árinnar eða bara dýfa tánum ofan í fyrir hressandi fótabað. Frá Skaftafellsstofu er um 850 m göngu- og hjólaleið að Lambhaganum.

Lambhagi var sá staður, þar sem lömbin voru höfð í aðhaldi um fráfærur. Fráfærur var sá tími snemma sumars þegar lömbin voru aðskild frá mæðrum sínum svo hægt væri að mjólka þær. Fráfærur lögðust af í Skaftafelli skömmu eftir 1900.

Tengdar gönguleiðir

S7

Gömlutún - Gestagata

1,6 km hringleið
0,5-1 klst
Auðveld

Um Gömlutún sem eru neðst í Skaftafellsheiði liggur gestagata. Þar hafa verið sett upp fimm fræðsluskilti þar sem fjallað er um sögu svæðisins, búsetu og mannlíf í Öræfum og áhrif jökulvatna og eldgosa á búsetusögu Öræfa.

S2

Svartifoss - Sjónarsker - Sel

5,8 km hringleið
2 klst
Auðveld

Svartifoss með sína formfögru stuðla er ein af náttúruperlum Skaftafells en leiðin gegnum skógarkjarrið býður ekki síður upp á einstaka upplifun á hvaða árstíma sem er. Á leiðinni má virða fyrir sér Hundafoss og Magnúsarfoss, frá Sjónarskeri er ústýni vítt til allra átta í góðu skyggni og gamli torfbærinn í Seli færir göngufólk til fyrri tíma búsetu í Skaftafelli.