Beint í efni

Skaftafellsjökull

Skaftafellsjökull er skriðjökull sem gengur niður úr Vatnajökli austan Skaftafellsheiðar. Hafrafell rís austan hans og skilur á milli Skaftafells- og Svínafellsjökuls en um 1940 umluktu jöklarnir fjallið.

Gönguleið að Skaftafellsjökli

S1

Jökulslóð - Gestagata

4,1 km hringleið
1-1,5 klst
Auðveld

Gangan eftir Jökulslóð er eins og lifandi sögustund um hopun jökuls. Jökulmótuð landslagsform einkenna leiðina, eins og jökulgarðar og jökulker, og skoða má framvindu gróðurs á ólíkum stigum. Gönguleiðin er hluti af verkefninu Hörfandi jöklar. Á leiðinni eru númeraðar stikur sem vísa í fræðslutexta í bæklingi sem finna má rafrænt hér fyrir neðan.

Áfangastaðir