Mynd af sprungunni á aðalstígnum.
Mynd af sprungunni á aðalstígnum.
Göngufólk á leið á Snæfell er beðið að gæta fyllstu varúðar í göngu sinni á fjallið á næstunni þar sem sprunga hefur opnast á gönguleiðinni á fjallið. Vegna þess, hve hátt Snæfell rís hverfa efstu fannir þess ekki á sumrin og í því eru stuttir brattir skriðjöklar. Eins og aðstæður eru núna þarf að gæta meiri varúðar en of áður. Göngufólk þarf meiri reynslu og búnað fyrir gönguna en áður hefur verið ráðlagt.

Landverðir munu kanna aðstæður á fjallinu um leið og veður leyfir. V hvetjum þá sem ætla sér að ganga á fjallið á næstunni að fá frekari upplýsingar hjá landvörðum í Snæfelli. Símanúmer landvarða í Snæfelli:  842 4367.

Snjóflóðahætta er á norðurhlíð Snæfells. Skíðaaðstæður eru hættulegar á þessum tíma, þunnt topplag af snjó með krapa undir. Hlíðar eru sumsstaðar nógu brattar til að hrinda af stað snjóflóði.

Sjá meiri myndir hér á facebook síðu þjóðgarðsins.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?