Í dag opnaði Vegagerðin Snæfellsleið (F909) frá Snæfellsskála inn að Vatnajökli. Slóðinn er nú fær öllum smájeppum. Við enda slóðans er ein af fjórum gestagötum Vatnajökulsþjóðgarðs Í faðmi jökla. Hinar gestagöturnar eru í Ásbyrgi, Skaftafelli og inn við Lakagíga. Af Austurleið (910), sem stundur er nefnd Kárahnjúkavegur, tekur tæpan klukkutíma að keyra inn að Vatnajökli um svokallaða Sanda. Gestagatan Í faðmi jökla er ólík hinum gestagötum þjóðgarðsins að því leiti að hún breytist ár frá ári samhliða hreyfingum jökulsins. Gestagötur Vatnajökulsþjóðgarðs, sem allar eru bæði á íslensku og ensku, voru styrktar af Vinum Vatnajökuls og textann vann Sigrún Helgadóttir.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?