Fréttir

Hr. Mosi

Hr. MOSI er fyndin, skemmtileg og fræðandi teiknimynd, þar sem mosaálfurinn Hr. MOSI sýnir okkur hvernig við - mannfólkið – eigum að breyta hegðun okkar, þannig að við virðum og verndum mosann og annan gróður.
Lesa meira

Skyndilokun við Dettifoss

Mikið leysingavatn er nú á svæðinu við Dettifoss. Vatn er farið að flæða yfir veg 862 áleiðis að fossinum og um Sanddal rennur nú á undir snjónum sem er alla jafna ekki til staðar. Við það skapast lífshættulegar aðstæður og því hefur þjóðgarðsvörður, í samráði við Vegagerðina og lögreglu, lokað svæðinu fyrir umferð.
Lesa meira

Samið við Hótel Skaftafell um rekstur veitingasölu í Skaftafelli

Vatnajökulsþjóðgarður hefur skrifað undir samning við eigendur Hótels Skaftafells um að þau taki að sér rekstur veitingasölu í Vatnajökulsþjóðgarði í Skaftafelli til eins árs. Gert er ráð fyrir að nýr rekstraraðili hefji starfsemi í maí.
Lesa meira

„Hörfandi jöklar“ á vef Vatnajökulsþjóðgarðs

Vefsvæðið Hörfandi jöklar sem er birt hér á vef Vatnajökulsþjóðgarðs er hluti af verkefninu Jöklar Íslands – lifandi kennslustofa í loftslagsbreytingum. Verkefnið er samvinnuverkefni Vatnajökulsþjóðgarðs og Veðurstofu Íslands, fjármagnað af umhverfis- og auðlindaráðuneytinu.
Lesa meira

Veitingasalan í Skaftafelli lokuð í apríl

Síðustu árin hefur þjóðgarðurinn rekið veitingasölu í Skaftafelli. Í haust ályktaði stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs og svæðisráðs suðursvæðis um að þörf væri fyrir veitingarekstur á svæðinu en að sá rekstur væri ekki hluti af kjarnastarfsemi þjóðgarðsins. Þjóðgarðurinn auglýsti eftir áhugasömum aðilum til að taka að sér veitingareksturinn, en þrátt fyrir ágæt viðbrögð við auglýsingunni komu engin tilboð í veitingareksturinn. Skortur á starfsmannahúsnæði var álitinn helsti þröskuldur fyrir mögulega tilboðsgjafa. Nú er verið að fara yfir hvaða möguleikar eru í stöðunni. Þar sem stjórn og svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs hafði lagt til að veitingareksturinn yrði leigður út var ekki gert ráð fyrir honum í rekstraráætlun þjóðgarðsins. Þjóðgarðurinn þarf eins og aðrar ríkisstofnanir að starfa í samræmi við fjárheimildir og í ljósi stöðunnar hefur verið tekin ákvörðun um að loka veitingasölunni í Skaftafelli í aprílmánuði á meðan unnið er að lausnum til lengri tíma.
Lesa meira

Samráðsfundum um atvinnustefnu lokið

Samráðsfundir hafa nú verið haldnir á öllum rekstrarsvæðum þjóðgarðsins og í Reykjavík. Þökkum þeim sem gáfu sér tíma til þess að taka þátt í fundunum kærlega fyrir og hvetjum þá sem ekki höfðu tök á að mæta til þess að svara vefkönnuninni sem verður opin til 12. mars næstkomandi.
Lesa meira

Samningur um skipulagsráðgjöf varðandi breytt deiliskipulag við Jökulsárlón

Þriðjudaginn 26. febrúar var gengið formlega frá samning við teiknistofuna Glámu-Kím varðandi skipulagsráðgjöf við breytingar á deiliskipulagi við Jökulsárlón. Svæðisráð suðursvæðis Vatnajökulsþjóðgarðs leiðir breytingarnar en forsendur þeirra snúa að svæði sem nú er innan Vatnajökulsþjóðgarðs, eftir friðlýsingu jarðarinnar Fells og nærliggjandi þjóðlenda í júlí 2017
Lesa meira

Samráðsfundir um atvinnustefnu

Fundir verða haldnir á öllum rekstrarsvæðum þjóðgarðsins, auk þess sem haldinn verður einn fundur í Reykjavík. Að auki verður boðið upp á vefkönnun þar sem leitað er eftir sjónarmiðum um sömu efni og tekin verða til umræðu á samráðsfundum.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?