Beint í efni

Esther Hermannsdóttir ráðin í starf lögfræðings

Esther Hermannsdóttir hefur verið ráðin í starf lögfræðings á miðlæga skrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs.

9. apríl 2024
Esther Hermannsdóttir

Esther Hermannsdóttir hefur verið ráðin í starf lögfræðings á sviði stefnu og starfshátta og hóf störf 1. mars.

Hún hefur víðtæða reynslu af stjórnsýslu, en meðal annars hefur hún starfað sem fulltrúi sýslumanns í 10 ár og hjá sveitarfélaginu Húnaþingi vestra í 2 ár en undanfarin 7 ár hefur Esther unnið sem lögfræðingur hjá Matvælastofnun.

Esther á uppkomna dóttur og dótturson.

Vatnajökulsþjóðgarður býður Esther hjartanlega velkomna til starfa.