Beint í efni

Framkvæmdir við Jökulsárlón

Framkvæmdir við aðalbílastæðið við Jökulsárlón eru hafnar. Stefnt er að því að opna bílastæðið aftur föstudaginn 26. apríl. Verkið gengur vel og þakkar starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs sýnda tillitssemi

24. apríl 2024
Jökulsárlón / Guðrún Stefanía Vopnfjörð Ingólfsdóttir

Við bendum vegfarendum á að nota bílastæðin sunnan þjóðvegar 1, bæði austan og vestan megin við Jökulsá. Einnig bendum við á nýja bílastæðið við Nýgræðuöldur um það bil 2 km vestan við Jökulsá. Þeir sem vilja ganga að lóninu austan megin geta gengið frá bílastæðinu í Eystri-Fellsfjöru, eftir göngustígnum sem leiðir fólk undir brúna og upp að lóninu.

Þeir sem vilja nýta sér þjónustu sem er á svæðinu, t.d. salerni, veitingar og ferðaþjónustuaðila, geta lagt í Eystri-Fellsfjöru og gengið eftir stígnum undir brúna.