Beint í efni

Verðkönnun: Framlenging á fresti bjóðenda um ræstingar á húseignum í Ásbyrgi

Vatnajökulsþjóðgarður hefur ákveðið að framlengja frest bjóðenda til að svara verðkönnun um ræstingar á húseignum Vatnajökulsþjóðgarðs í Ásbyrgi.

15. apríl 2024

Verkefnið felur í sér ræstingar á salernisrýmum á tjaldsvæði, klósettrýmum í botni Ásbyrgis og einnig hreingerningu á salernum í Gljúfarstofu, á efri og neðri hæð. Verktaki skal ræsta snyrtingarnar alla daga á tímabilinu frá 1. júní til 30. september, báðir dagar meðtaldir.

Samningstímabil er eitt sumartímabil(1), með framlengingarheimild þrisvar sinnum 1 tímabil. Hægt er að biðja um útboðsgöng með tölvupósti á netfangið [email protected] eða [email protected]

Tilboð skulu send með tölvupósti til Vatnajökulsþjóðgarðs, nánar tiltekið á netfangið [email protected]

Svör við fyrirspurnum sem berast eigi síðar en 17. apríl 2024 verða birt á vef Vatnajökulsþjóðgarðs þann 19. apríl n.k. klukkan 13:00.

Tilboðsfrestur rennur út 22. apríl 2024, kl. 16:00