Beint í efni

Vatnajökulsþjóðgarður býður út uppbyggingu á skemmtigarði

Vatnajökulsþjóðgarður leitast eftir aðila til að byggja upp skemmtigarð við eitt af jökullónum innan Vatnajökulsþjóðgarðs.

1. apríl 2024
Skemmtigarðurinn eins og hann gæti litið út.

Vatnajökulsþjóðgarður leitast eftir aðila til uppbyggingar á skemmtigarði við eitt af jökullónum innan Vatnajökulsþjóðgarðs. Með hörfandi jöklum og hlýnandi loftslagi er fyrirséð að hægt verði að nýta þær auðlindir sem jöklarnir skilja eftir sig og með stækkandi lónum opnast allskonar möguleikar. Skemmtigarðar eru þekktir víðsvegar um heiminn sem frábær skemmtun fyrir alla fjölskylduna og sér þjóðgarðurinn mikið og gott tækifæri til þess að auðga afþreyingarmöguleika innan þjóðgarðsins. Einnig mun uppbyggingin styðja við mörg af þeim markmiðum sem Vatnajökulsþjóðgarður hefur sett sér. Frestur til að skila inn tillögu rennur út 1. júní 2024.

Ýttu hér fyrir nánari upplýsingar