Beint í efni

Ný stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs

Í byrjun apríl skipaði umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs til næstu fjögurra ára.

10. apríl 2024

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs er skipuð samkvæmt 4. gr. laga nr. 60/2007 um Vatnajökulsþjóðgarð til fjögurra ára í senn. Í stjórninni sitja sjö fulltrúar: fjórir formenn svæðisráða þjóðgarðsins, einn fulltrúi tilnefndur af umhverfisverndarsamtökum og tveir fulltrúar, formaður og varaformaður, skipaðir af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra án tilnefningar. Útivistarsamtök tilnefna einn fulltrúa og ferðamálasamtök einn sem eiga áheyrnaraðild á fundum stjórnarinnar. Varamenn eru skipaðir á sama hátt.

Jón Helgi Björnsson heldur áfram sem formaður stjórnar sem og Vilhjálmur Árnason varamaður formanns. Guðrún Svanhvít Magnúsdóttir kemur ný inn sem varaformaður sem og Ívar Karl Hafliðason sem varamaður varaformanns. Nýir fulltrúar frá umhverfisverndarsamtökum koma einnig inn í stjórn en það eru þau Benedikt Traustason sem aðalfulltrúi og Helga Hvanndal sem varafulltrúi. Engar breytingar urðu á áheyrnarfulltrúum Samtaka útivistarfélaga; Snorri Ingimarsson er aðaláheyrnafulltrúi og Skúli Haukur Skúlason varaáheyrnarfulltrúi, né á fulltrúum ferðamálasamtaka; Ágúst Elvarsson er aðaláheyrnafulltrúi og Arnheiður Jóhannsdóttir varaáheyrnafulltrúi.

Fulltrúar svæðisráða í stjórn og varamenn þeirra eru eftirfarandi (skv. tilnefningu sveitarfélaga):

  • Soffía Gísladóttir, aðalfulltrúi norðursvæðis
  • Gerður Sigtryggsdóttir, varafulltrúi norðursvæðis
  • Vilhjálmur Jónsson, aðalfulltrúi austursvæðis
  • Urður Gunnarsdóttir, varafulltrúi austursvæðis
  • Sigurjón Andrésson, aðalfulltrúi suðursvæðis
  • Eyrún Fríða Árnadóttir, varafulltrúi suðursvæðis
  • Þráinn Ingólfsson, aðalfulltrúi vestursvæðis
  • Elín Heiða Valsdóttir, varafulltrúi vestursvæðis

Stjórnarfólki sem lokið hafa stjórnarsetu eru færðar þakkir fyrir dýrmætt framlag til Vatnajökulsþjóðgarðs, mörg hver í áraraðir. Þau eru Sævar Þór Halldórsson, fulltrúi náttúruverndarsamtaka og Anna Dóra Sæþórsdóttir varaformaður, ásamt varamönnunum þeirra, Hákoni Ásgeirssyni og Páli Ásgeiri Ásgeirssyni.

Nánari upplýsingar um stjórn, hlutverk hennar og fundaráætlun má nálgast hér.