Beint í efni
  • Þjónustugátt
  • Kortasjá
  • Leit
  • Opna

Útboð á nýju salernishúsi við Jökulsárlón

Það gleður okkur að tilkynna um að nú sé til auglýsingar útboð á nýju salernishúsi við aðalbílastæðið við Jökulsárlón.

14. maí 2024
James Gabbert / Getty

Það gleður okkur að tilkynna um að nú sé til auglýsingar útboð á nýju salernishúsi (gámastæðu) við aðalbílastæðið við Jökulsárlón.

Núverandi klósetthús er komin vel fram yfir sinn líftíma og verður nýtt hús því kærkomið fyrir gesti og starfsfólk við Jökulsárlón.

Ríkiskaup, fyrir hönd Framkvæmdasýslunnar, Ríkiseigna og Vatnajökulsþjógarðs, standa fyrir útboðinu. Um er að ræða salernishús sem afhenda skal uppsett og tilbúið til notkunar við Jökulsárlón og þjónustu sem tryggir fullkomna virkni lausnarinnar í tvö ár, svokallaðan ábyrgðartíma.

Skilafrestur og opnun tilboða er 13. júní nk.

Starfsfólki Vatnajökulsþjóðgarðs hlakkar til að geta boðið gestum sínum við Jökulsárlón upp á mun betri og stærri salernisaðstöðu áður en langt um líður.

Allar nánari upplýsingar er að finna hér, í rafrænu útboðskerfi Ríkiskaupa, TendSign.