Jökulsárgljúfur - færð á vegum

Færð á vegi 862 frá þjóðvegi 1 að Dettifossi vestan ár: snjóþekja, og stundum aðeins þykkari, þó er fólksbílafært eins og er en á og við bílastæðið sjálft þarf lítið að hreyfa vind til að þar verði þungfærara. Því er alls ekki mælt með að fólk gisti við Dettifoss því að óvíst er hvort að það komist í burt aftur daginn eftir (fyrir utan að það er ekki leyft ;) ). Við Dettifoss er eins og stendur húsbíll sem er búinn að standa þar í viku en björgunarsveitir náðu í fólkið á miðvikudaginn. Fylgist vel með færð hjá www.vegagerdin.is
Færð á vegi 862 frá Ásbyrgi að Dettifossi: Ófært.
Færð á vegi 864 (Hólssandur): Allur akstur bannaður.
 
Aðstæður á gönguleið frá bílastæði að Dettifossi vestan ár: Verið er að breyta gönguleiðinni á vetrargönguleiðina. Búið er að stika beinustu leið út á útsýnispall og er það 1000m gangur hvora leið. Færið er misþéttur snjór svo að fyrir fólk sem er óvant snjó, reynir gangan þónokkuð á. Í dag verður athugað með aðstæður við Selfoss, sem stendur er hleypt að útsýnisstað ca 200 metra frá fossinum. Ef óhætt er að fara lengra verður það opnað, skal brýnt sérstaklega fyrir fólki að virða merkingar.
 
Salernisaðstaða: Kamrar opnir

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?