Drumbur úr fornum skógi kemur undan jökli

Mynd: Rúnar Snær Reynisson, RÚV
Mynd: Rúnar Snær Reynisson, RÚV

Nýverið komu í ljós nokkrir trjábolir í setlögum við Breiðarmerkurjökul. Talið er að drumbarnir séu úr birki og hafi jafnvel farið undir jökul fyrir þúsundum ára, en setlagið sem drumburinn fannst í er um 3000 ára gamalt.

Snævarr Guðmundsson, sviðsstjóri hjá Náttúrustofu Suðausturlands segir að mjög ólíklegt sé að finna svona, því jökullinn fer gríðarlega illa með svona drumba. Sýni voru tekin úr drumbnum sem síðan verða send í svokallaða C14 aldursgreiningu. Drumbinum er haldið rökum svo hann þorni ekki og springi, en síðan verður það ákveðið í samráði við sérfræðinga hvernig best sé að verja hann.

Auk þessa drumbs fannst annar enn stærri og sá var einnig rótfastur. Farinn verður annar leiðangur í vetur eða í vor til þess að grafa hann upp, og þá með aðstoð sérfræðinga.

Nánar má lesa um fundinn á vefsíðu RÚV


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?