Fréttir

Vatnajökulsþjóðgarður kemur vel út í ástandsmati áfangastaða

Árið 2020 framkvæmdu starfsmenn Umhverfisstofnunar, Vatnajökulsþjóðgarðs og Þjóðgarðsins á Þingvöllum ástandsmat á 146 áfangastöðum ferðamanna innan friðlýstra svæða á Íslandi. Umhverfisstofnun hefur framkvæmt matið í fjögur ár en þetta er í fyrsta skipti sem Vatnajökulsþjóðgarður og Þjóðgarðurinn á Þingvöllum eru hluti af matinu.
Lesa meira

Nýir söfnunargámar í Skaftafelli frá Björgunarsveitinni Kára

Björgunarsveitin Kári hefur undanfarin ár séð um að safna skilagjaldsskyldum umbúðum á tjald- og þjónustusvæðinu í Skaftafelli í samstarfi við þjóðgarðinn. Sjálfboðaliðar í björgunarsveitinni flokka síðan umbúðirnar og skila inn til viðkomandi endurvinnsluaðila
Lesa meira

Páskar í Vatnajökulsþjóðgarði

Í ljósi gildandi samkomutakmarkana verða gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs lokaðar yfir páskana. Takmarkanir hafa ekki áhrif á útivist og ferðir um þjóðgarðinn. Snyrtihús eru opin í Skaftafelli og Jökulsárgljúfrum. Vatnajökulsþjóðgarður hvetur landsmenn engu að síður til að fylgja tilmælum stjórnvalda um að takmarka ferðalög milli landshluta og gæta sóttvarna þegar farið er um.
Lesa meira

Skrifstofan á Kirkjubæjarklaustri flytur í nýtt húsnæði

Skrifstofan á vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er flutt í nýtt húsnæði. Frá stofnun þjóðgarðsins 2008 hefur skrifstofan verið til húsa í Kirkjubæjarstofu, í fallegu gömlu húsi framan við Systrafoss. Í febrúar var skrifstofan flutt í nýuppgert skrifstofurými sem er staðsett í efri gangi gömlu heimavistarálmu Kirkjubæjarskóla.
Lesa meira

Vorboðar Vatnajökulsþjóðgarðs - Ráðningar 70 sumarstarfsmanna

Vorið nálgast og ráðningar sumarstarfsmanna eru einn af vorboðum þjóðgarðsins. Gengið hefur verði frá ráðningum á 70 starfsmönnum sem koma til starfa í þjóðgarðinum í sumar.
Lesa meira

Bygging nýrrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs komin í útboð

Framkvæmdasýsla ríkisins, f.h. Umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, hefur nú opnað fyrir útboð á byggingu nýrrar gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs við Kirkjubæjarklaustur. Gestastofan mun rísa á lóð sunnan Skaftár á móts við sundlaugina á Kirkjubæjarklaustri og mun tengjast við þorpið með göngubrú.
Lesa meira

Stjórnarfundur á suðursvæði 22. - 23. mars

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs kom saman til fundar á suðursvæði dagana 22. -23. mars. Fundurinn var haldinn á Hótel Freysnesi. Fyrri daginn var hefðbundinn stjórnarfundur ásamt því sem farið var í vettvangsferð um Skaftafell í tengslum við yfirstandandi vinnu við mótun framtíðarsýnar fyrir svæðið.
Lesa meira

Öræfin eystra - tækifæri í rannsóknum?

Agnes Brá Birgisdóttir þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs flutti erindið „Vatnajökulsþjóðgarður – Öræfin eystra, tækifæri í rannsóknum?“ á Hrafnaþingi Náttúrufræðistofnunar Íslands, miðvikudaginn 24. febrúar 2021. Í fyrirlestrinum var fjallað um vöktun og rannsóknir á svæðinu og rætt um möguleika á nýjum rannsóknum.
Lesa meira

After Ice: Hrífandi stuttmynd um bráðnun sex skriðjökla Vatnajökuls

Í nýrri heimildamynd nýta fræðimenn við Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Höfn í Hornafirði og Dundee-háskóla í Skotlandi nýjustu tækni til þess að varpa ljósi á þau miklu áhrif sem hlýnandi loftslag hefur haft á bráðnun jökla á Íslandi. Myndin var frumsýnd á fjölmörgum netveitum fimmtudaginn 11. mars. Í myndinni, sem nefnist After Ice, eru ljósmyndir, m.a. frá Landmælingum Íslands, af sex skriðjöklum Vatnajökuls frá fimmta og níunda áratug síðustu aldar endurunnar í þrívídd og lagðar saman við myndefni úr samtímanum til þess að draga fram með skýrum hætti hversu mikið jöklar hafa hopað á síðustu árum og áratugum. Í sumum tilvikum nemur hopunin tugum eða jafnvel hundruð metra á ári. Þeir sex skriðjöklar Vatnajökuls sem myndin sýnir frá eru Fjallsjökull, Breiðamerkurjökull, Skálafellsjökull, Heinabergsjökull, Fláajökull og Hoffellsjökull.
Lesa meira

Viljayfirlýsing um samstarf á milli Vatnajökulsþjóðgarðs, Þekkingarnets Þingeyinga og Skútustaðahrepps

Vatnajökulsþjóðgarður, Þekkingarnet Þingeyinga og Skútustaðahreppur undirrituðu í gær, 11. mars, viljayfirlýsingu um samstarf á sviði þekkingar- og nýsköpunartækifæra. Ein af forsendum viljayfirlýsingarinnar liggur í nýlegum kaupum ríkissjóðs á Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?