Fréttir

Fræðsludagskrá sumarsins kynnt á afmælisdeginum

Vatnajökulsþjóðgarður á afmæli í dag 7. júní og nálgast fermingaraldurinn! Á 13 ára afmælinu kynnum við fræðsludagskrá sumarsins í þjóðgarðinum okkar allra. Starfsmenn okkar eru fullir eftirvæntingar að taka á móti fjölbreyttum hópi gesta, hvort sem er í fjöru eða á fjallstoppi, við skoppandi læk eða beljandi stórfljót, á víðáttum sandsins, í jöklanna hrammi eða í skjólsælli laut.
Lesa meira

Afkomandi síðustu ábúenda í Seli á ferð með Bændaferðum

Föstudaginn 28. maí tók Sigrún Sigurgeirsdóttir, landvörður í Skaftafelli, á móti hópi frá Bændaferðum. Allir í hópnum höfðu komið áður í Skaftafell. Sumir höfðu verið nýlega á svæðinu en dæmi voru um að yfir 50 ár væru frá síðustu heimsókn og það hafa svo sannarlega orðið miklar breytingar síðan.
Lesa meira

Vorfundur um hálendið

Samráðshópur Vegagerðarinnar, Lögreglunnar, Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs hélt árlegan vorfund sinn síðastliðinn mánudag, 31. maí. Fyrrgreindar stofnanir eiga með sér gott samstarf, þar sem þungamiðjan er náttúruvernd, aðgengi, verndun innviða, öryggi vegfarenda og ábyrg ferðahegðun á hálendi Íslands. Liður í samstarfinu eru fastir fundir að vori – þar sem farið er yfir stöðuna varðandi tímabundnar vorlokanir á hálendisvegum (tímasetningar og mögulegar undanþágur), verkefni á komandi sumri, skiltamál, viðhald og stikun vega, meðferð utanvegaakstursmála og fleira.
Lesa meira

Viljayfirlýsing um uppbyggingu íbúðarhúsnæðis

Vatnajökulsþjóðgarður og Skútustaðahreppur hafa undirritað viljayfirlýsingu um samstarf á sviði uppbyggingar íbúðarhúsnæðis tengt gestastofu Vatnajökulsþjóðgarðs á Skútustöðum við Mývatn. Samstarfið miðar að því að á næstu vikum verði gert samkomulag um mikilvægt skref varðandi framtíðarfyrirkomulag íbúðarhúsnæðis fyrir starfsmenn Vatnajökulsþjóðgarðs. Skútustaðahreppur mun leggja áherslu á að skipulagsmál sveitarfélagsins styðji sjálfbæra uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð og koma að þeirri uppbyggingu með beinum hætti eins og við á.
Lesa meira

Jákvæð rekstrarniðurstaða 2020 upp á 170 milljónir króna

Ársreikningur Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2020 sýnir jákvæða niðurstöðu upp á um 170 mkr. Að frádregnum halla frá árinu 2017 er höfuðstóll þjóðgarðsins nú orðinn jákvæður gagnvart ríkissjóði um 21 mkr sem er afar jákvætt. Stjórnendum og starfsmönnum Vatnajökulsþjóðgarðs ber að þakka sérstaklega fyrir þennan góða árangur sem byggist á faglegri vinnu og að gætt hefur verið aðhalds og ráðvendi í starfi þjóðgarðsins.
Lesa meira

Opið fyrir umsagnir við 3. útgáfu Stjórnunar- og verndaráætlunar

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs auglýsir til kynningar tillögu að breytingum á Stjórnunar- og verndaráætlun þjóðgarðsins, á grundvelli 12. gr. laga um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 60/2007. Breytingatillagan nær til ákvæða um loftför, tjöldun, þjónustusvæði, vegi, gönguleiðir, smávirkjanir, verndarsvæði og nýmyndanir. Einnig eru texti og kort í einstökum köflum uppfærð vegna lagabreytinga eða stækkunar þjóðgarðsins. Við tillögugerðina var lögð áhersla á að fjalla einungis um afmörkuð atriði, þar sem heildarendurskoðun á stjórnunar- og verndaráætlun stendur fyrir dyrum
Lesa meira

Stjórn samþykkir tillögu að stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Breiðamerkursand

Stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs samþykkti á fundi sínum þann 17. maí síðastliðinn framlagða tillögu svæðisráðs suðursvæðis að viðauka stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Breiðamerkursand.
Lesa meira

Viltu starfa í þjóðgarði í sumar? - Sumarstörf fyrir námsmenn

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir fjögur viðbótarsumarstörf fyrir námsmenn í gegnum átak Vinnumálastofnunar. Störfin eru opin öllum námsmönnum 18 ára og eldri. Um er að ræða tvær stöður þjónustufulltrúa og tvær stöður landvarða. Umsækjendur eru beðnir um að taka fram sínar óskir um starfsöð þar sem þær koma flestar til greina.
Lesa meira

Hönnun vega á hálendi Íslands - Málþing

Vatnajökulsþjóðgarður tók á þriðudag, 11. maí, þátt í málþingi á vegum Vegagerðarinnar varðandi þjóðvegi á hálendi Íslands. Eitt af verkefnum Vegagerðarinnar samkvæmt samgöngáætlun 2020-2034 er að móta stefnu um hönnun vega á hálendi Íslands í samræmi við áherslur í landsskipulagsstefnu. Markmið Vegagerðarinnar með málþinginu var að heyra skoðun ólíkra hópa á málefninu; hvernig þeir sjái fyrir sér vegi á hálendinu, hvar þeir eigi að vera, hvernig og hverjum þeir skuli þjóna.
Lesa meira

OK365 símagátt tekin í notkun

Vatnajökulsþjóðgarður hefur nú tekið í notkun svokallaða OK365 símagátt. Hér er um að ræða símkerfi í Microsoft Teams sem er innbyggt í Office365. Með kerfinu er hægt að hringja talsímtöl í venjuleg símanúmer óháð því hvort hringt er í Teams notendur eða ekki.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?