Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir lausa til umsóknar stöðu aðstoðarmanns þjóðgarðsvarðar á vestursvæði þjóðgarðsins með aðsetur á Kirkjubæjarklaustri. Starfsstöðvar vestursvæðis eru Skaftárstofa á Kirkjubæjarklaustri, Nýidalur, Tungnaáröræfi/Hrauneyjar, Eldgjá, Langisjór og Lakagígar. Leitað er að kraftmiklum einstaklingi með mikla samskiptahæfni, þekkingu og áhuga á náttúruvernd og umhverfismálum. Starfið er fjölbreytt, krefjandi og skemmtilegt.
Hið árlega fréttabréf vestursvæðis er komið út og prentuðu eintaki hefur verið dreift til íbúa Skaftár- og Ásahrepps. Í bréfinu er farið yfir umfangsmikið starf þjóðgarðsins á því víðfeðma landsvæði sem heyrir undir vestursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs.
Á fundi sínum þann 28. nóvember 2022, afgreiddi stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um fyrirkomulag gjaldtöku á árinu 2023. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna.
Þann 1. febrúar tók starfsfólk suðursvæðis og aðalskrifstofu Vatnajökulsþjóðgarðs á móti Guðlaugi Þóri Þórðarsyni, umhverfis- orku- og loftslagsráðherra, á skrifstofur Vatnajökulsþjóðgarðs í Nýheimum á Höfn í Hornafirði. Nýr stjórnarformaður Vatnajökulsþjóðgarðs, Jón Helgi Björnsson, var einnig með í för ásamt starfsfólki umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.
Verkefnið „Samstarf í landbúnaði - Bændur gæslumenn lands“ hefur hlotið styrk frá Norræna Atlantssamstarfinu, NORA. Um er að ræða samstafsverkefni Íslendinga, Grænlendinga og Færeyinga.
Vikan sem leið var viðburðarík fyrir starfsfólk þjóðgarðsins og það tók þátt í tveimur viðburðum. Um er að ræða málstofu á vegum Ferðamálastofu og Félags fjallaleiðsögumanna á Íslandi (AIMG) annars vegar og Mannamót Markaðsstofanna hins vegar.