Fréttir

Alþjóðadagur landvarða

Alþjóðadagur landvarða er haldinn hátíðlega til að fagna störfum landvarða um allan heim sem leggja sig alla fram við að vernda náttúru- og menningarleg verðmæti
Lesa meira

Mikilvægar upplýsingar um vegi norðan Vatnajökuls

Landverðir á hálendi norðan Vatnajökuls vilja koma á framfæri mikilvægum upplýsingum um vegi norðan Vatnajökuls. Um er að ræða veg F910 (Dyngjufjallaleið) og Gæsavatnaleið. Snjó hefur tekið seint um á sumum leiðum og því er mikilvægt að afla sér upplýsinga um aðstæður áður en lagt er af stað. Einnig óska landverðir eftir að fá upplýsingar frá þeim sem um háldendisvegina til að geta stöðugt verið með nýjustu upplýsingar.
Lesa meira

Þriðja útgáfa stjórnunar- og verndaráætlunar Vatnajökulsþjóðgarðs

Breytingar hafa verið gerðar á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs.
Lesa meira

Umhverfis- orku og loftslagsráðuneytið skoðar stofnanaskipulag

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis- orku- og loftslagsáðherra hefur ákveðið að taka til skoðunar stofnanaskipulag ráðuneytisins með það að markmið að efla og styrkja starfsemi stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins. Ráðherra, kynnti á ríkisstjórnarfundi í morgun vinnu sem nú er hafin við að greina umbótatækifæri og áskoranir sem felast í núverandi stofnanakerfi ráðuneytisins.
Lesa meira

Auglýst er eftir umsóknum um atvinnutengda starfsemi í Vatnajökulsþjóðgarði

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir samkvæmt 35. og 36. gr. reglugerðar um Vatnajökulsþjóðgarð nr. 300/2020 eftir umsóknum frá rekstraraðilum sem óska eftir að bjóða upp á íshellaferðir og/eða jöklagöngur í atvinnuskyni á eftirfarandi jöklum tímabilið 1. október 2022 – 30. september 2023
Lesa meira

Breytingar staðfestar á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs

Að tillögu stjórnar Vatnajökulsþjóðgarðs, hefur umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra staðfest breytingar á stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs (3. útgáfa). Breytingarnar, sem gerðar eru samkvæmt ákvörðun stjórnar, fjalla um afmörkuð atriði er aðallega snúa að uppfærslu texta og korta vegna lagabreytinga og stækkana þjóðgarðsins. Þar eru þó einnig gerðar nokkrar minniháttar en brýnar breytingar t.d. er varða lendingar loftfara, tjöldun, þjónustusvæði, vegi og gönguleiðir.
Lesa meira

Fyrsta hjálp – fyrsta verkefnið

Í Vatnajökulsþjóðgarði er rík áhersla lögð á forvarnir. Hvað starfsfólk varðar er lögð áhersla á jákvætt vinnuumhverfi og öfluga þjálfun starfsmanna með tilliti til eigin heilsu og færni í starfi með tilliti til forvarna og faglegs viðbragðs. Varðandi gesti er markmiðið að stuðla að öryggi eins og frekast er kostur en helstu verkfæri í því samhengi eru hættumat, upplýsingagjöf og ígrundaðar leiðbeiningar. Í þeim tilfellum sem slysum verður ekki forðað er áhersla á faglegt viðbragð og skilvirkt samstarf við viðbragðsaðila.
Lesa meira

Gestkvæmt á hálendinu sumarið 2021

Í ársskýrslu Vatnajökulsþjóðgarðs fyrir árið 2021 má glöggt sjá að gestkvæmt var á hálendisstöðum þjóðgarðsins sem og að slegið var met í fjölda gistinátta í Ásbyrgi.
Lesa meira

Mannauður Vatnajökulsþjóðarðs: 50 ársverk árið 2021

Í lok árs 2021 störfuðu hjá Vatnajökulsþjóðgarði 31 fastir starfsmenn með mikla þekkingu og reynslu og voru 26 þeirra á starfsstöðvum á landsbyggðinni. Mannauðurinn er lykill að góðum árangri og því er lögð áhersla á fræðslu, starfsánægju og nýsköpun í starfseminni. Á sumrin bætast árlega við um 80 starfsmenn sem sinna landvörslu, þjónustu og fræðslu til gesta þjóðgarðsins og eru þau störf öll unnin á landsbyggðinni. Á árinu 2021 voru unnin um 50 ársverk hjá Vatnajökulsþjóðgarði og eru um 90% þeirra á landsbyggðinni.
Lesa meira

Jákvæð niðurstaða í rekstri fjögur ár í röð

Ársreikningur Vatnajökulsþjóðgarðs vegna rekstrar árið 2021 sýnir jákvæða niðurstöðu upp á 30,8 mkr. Þjóðgarðurinn hefur verið með jákvæða rekstrarniðurstöðu í fjögur ár. Rekstur þjóðgarðsins síðustu tvö árin hefur einkennst af miklum sveiflum sem komu aðallega til vegna áhrifa COVID-19 heimsfaraldurs sem og úrbóta á innra starfi og skipulagi.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?