Fréttir

Vatnajökulsþjóðgarður hluti af nýrri starfsstöð við Mývatn

Ríkissjóður hefur gengið frá kaupum á fasteigninni Hótel Gíg á Skútustöðum í Mývatnssveit. Með því er fengin niðurstaða um framtíðaraðstöðu fyrir meginstarfsstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á Norðausturlandi og starfsaðstöðu annarra stofnana umhverfis- og auðlindaráðuneytisins í Mývatnssveit, sem eru Umhverfisstofnun, Landgræðslan og Rannsóknastöðin við Mývatn (Ramý).
Lesa meira

Laust starf: Lögfræðingur

Vatnajökulsþjóðgarður auglýsir laust til umsóknar starfs lögfræðings á miðlægri skrifstofu þjóðgarðsins. Leitað er að drífandi einstaklingi sem er tilbúinn að takast á við krefjandi verkefni sem unnin eru þvert á starfsstöðvar þjóðgarðsins.
Lesa meira

Jóla- og nýárskveðja Vatnajökulsþjóðgarðs

Vatnajökulsþjóðgarður óskar gestum, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári, með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Vatnajökulsþjóðgarður og heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum.
Lesa meira

Vegna umfjöllunar um atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs

Vegna umfjöllunar um atvinnustefnu Vatnajökulsþjóðgarðs vill þjóðgarðurinn rekja það samráð og ferli sem hefur átt sér stað. Samkvæmt lögum um Vatnajökulsþjóðgarð ber fyrirtækjum sem starfa innan þjóðgarðsins að hafa samninga um þá starfsemi og því hefur það verið skýrt í langan tíma að þörf væri á atvinnustefnu innan garðsins. Það var ekki síst vegna þrýstings frá ferðaþjónustuaðilum að kraftur hefur verið settur í verkefnið á suðursvæði Vatnajökulsþjóðagarðs en þar hafa fyrirtækin kallað eftir skýrum og gegnsæjum leikreglum.
Lesa meira

Lokanir yfir jól & áramót

Lokanir í gestastofum og á annarri þjónustu í Vatnajökulsþjóðgarði yfir jól og áramót.
Lesa meira

Fráveituframkvæmdir í Skaftafelli

Vatnajökulsþjóðgarður fékk árið 2019 úthlutað 130 milljónir úr landsáætlun um uppbyggingu innviða til að betrumbæta fráveitumannvirki í Skaftafelli. Undirbúningur framkvæmda hefur staðið yfir síðan um mitt ár 2019 og stefnt er að því að framkvæmdum ljúki vorið 2021.
Lesa meira

Jökulsárlón - Átaksverkefni vegna áhrifa Covid 19

Vatnajökulsþjóðgarður hlaut viðbótarfjámögnun vegna ýmissa verkefna sumarið 2020 tengt átaksverkefnum vegna áhrifa Covid 19 en á meðal þeirra verkefna var m.a. framkvæmd bílastæðis í Eystri-Fellsfjöru og er framvæmdum við það að ljúka.
Lesa meira

Framtíðarsýn fyrir Skaftafell

Vatnajökulsþjóðgarður vinnur nú að því að skýra framtíðarsýn fyrir Skaftafell sem lykilþjónustustað á suðursvæði þjóðgarðsins.
Lesa meira

Nýr þjóðgarðsvörður ráðinn á norðurhálendi

Anna Þorsteinsdóttir hefur verið ráðin þjóðgarðsvörður á norðurhálendi Vatnajökulsþjóðgarðs með aðsetur á Mývatni.
Lesa meira
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?