- Svæðin
- Skaftafell
- Jökulsárlón / Hornafjörður
- Jökulsárgljúfur
- Ódáðahraun / Krepputunga
- Snæfell / Lónsöræfi
- Laki / Eldgjá / Langisjór
- Nýidalur / Vonarskarð / Tungnaáröræfi
- Vatnajökull | Hörfandi jöklar
- Skipuleggja heimsókn
- Fræðsla
- Stjórnsýsla
Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn, Hornafirði, var opnuð í júní 2013. Þar er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði. Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni. Í Gömlubúð er lítil ferðamannaverslun með áherslu á bækur, minjagripi og vörur úr héraði. Í húsinu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.
4. janúar - 30. apríl: Opið 10-16 virka daga, lokað um helgar.
Sumaropnun verður auglýst síðar.
Vatnajökulsþjóðgarður – Gamlabúð
Heppuvegi 1
780 Höfn
Sími: 470 8330 / tölvupóstfang: hofn@vjp.is