Gamlabúð | Upplýsingastöðvar

Gestastofa Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð á Höfn, Hornafirði, var opnuð í júní 2013. Þar er sagt frá samspili manns og náttúru, jöklum og jarðfræði.

Sérstök áhersla er lögð á fuglalíf enda er Hornafjörður einn helsti viðkomustaður farfugla á Íslandi. Einnig er ítarlega fjallað um loftslagsbreytingar og hvaða áhrif þær muni hafa á líf okkar í framtíðinni.

Í Gömlubúð er lítil ferðamannaverslun með áherslu á bækur, minjagripi og vörur úr héraði. Í húsinu er gott aðgengi fyrir hreyfihamlaða.

Heimilsfang:
Vatnajökulsþjóðgarður – Gamlabúð
Heppuvegi 1
780 Höfn

Sími: 470 8330

tölvupóstfang: hofn@vjp.is

Afgreiðslutími:

Vegna samkomubanns vegna COVID-19 verður Gamlabúð lokuð frá og með 24. mars 2020, þangað til banninu hefur verið aflétt.

 

Júní/Júlí/Ágúst: Opið alla daga vikunnar 9-19
September: Opið alla daga vikunnar 9-18
Október - 16. mars:   Opið alla daga vikunnar 9-17

 

Smellið hér fyrir kort og upplýsingar á já.is

 

Aðrar upplýsingastöðvar í samstarfi við Vatnajökulsþjóðgarð:

Hoffell í Nesjum: 478 1514 - hoffell@hoffell.com
Skálafell í Suðursveit: 478 1041 - info@skalafell.net