Beint í efni
E2

Heinar

Þetta er hringleið og því skiptir í raun ekki máli í hvora áttina er gengið. Þessi leiðsögn fylgir leiðinni réttsælis.

Vegalengd
1,8 km
Áætlaður tími
1 klst.
Erfiðleikastig
Krefjandi
Hækkun
70 m
Tegund
Hringleið
Upphafsstaður
Bílastæði við Heina

Gengið er frá bílastæðinu við Heina, nokkurn veginn beint í suður. Leiðin liggur að hluta til um mýrar, svo gott er að vera í vatnsheldum skóm. Leiðin liggur meðfram stuðlabergshólum, en þar sem hún sameinast E1 hringnum er beygt til hægri og upp á einn hólinn. Þaðan er gott útsýni til allra átta og oft mikið fuglalíf í kring, sérstaklega snemmsumars. Leiðin liggur svo um stuðlabergshólana aftur að bílastæðinu.

Tengdar gönguleiðir

E1

Heinaberg

6 km
3-4 klst.
Krefjandi

Hringleið um Heinabergssvæðið. Hægt að virða fyrir sér Bólstaðafoss, Heinabergsjökul og stuðlabergsmyndanir við Heina.

J2
Mynd: iStock, MCranmer

Heinabergslón - Fláajökull (Hólmsá)

8,3 km
5-6 klst.
Krefjandi

Vegfarendur sem hyggjast fara þessa leið, ættu að hafa í huga að brú sem var yfir Hólmsá hrundi í miklum flóðum í september 2017. Ekki er mælt með því að vaða Hólmsá.

Kortabæklingur